Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Allt er þegar fernt er...

Fjögur störf sem ég hef gegnt:
-Þjónn og barþjónn á ýmsum hótelum og veitingastöðum
-Skúringarkona í Hegningarhúsinu
-Háseti á línubát í Barentshafinu
Svarti bletturinn: -Flokka og pakka grænmeti í Ástralíu, var ólögleg, laug (um að ég væri með vinnuvísa), var rekin á einum staðnum ásamt 5 öðrum fyrir að mæta ekki í vinnuna einn morguninn svo vorum við grátbeðin um að koma aftur 2 dögum seinna...

Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
-Stella í orlofi
-Svartur köttur, hvítur köttur
-Monsoon Wedding
-Touching the void


Fjórir staðir sem ég hef búið á:

-Flóinn (það er bara einn Flói með stóru effi)
-Estremoz í Portúgal
-Öksfjord í Norður Noregi
-Tvind, Ulfborg í Danmörku


Fjórir sjónvarpsþættir sem ég dýrka að horfa á:

-Fréttirnar á RÚV (borgar sig ekki að reyna að tala við mig á meðan)
-Sex and the city
-Náttúrulífsþættir með David Attenborough
-Smack the pony (reyndar horfnir af skjánum núna)

Fjórar vefsíður sem ég heimsæki daglega:
www.yahoo.com
www.slbh.is
www.vefpostur.is
www.skoli.is

Fjórir af uppáhaldsréttum/mat
-Chicken quesadilla á Ruby Tuesday
-Pato com arroz eða steikt önd í hrísgrjónum með chorico pylsu yfir
-Sunnudagslambalærið hennar mömmu með nýuppteknum kartöflum og rabbasultu
-Plokkfiskur eins og matráðskonan úr barnaskóla Ólöf í Hrygg býr til og enginn getur gert eins


Fjórir staðir sem ég hef komið á í fríum

-Mozambique - fallegt land og dásamlegt fólk
-Viktoríufossarnir á mörkum Zimbabwe og Zambíu - stórkostlegur staður
-Full moon party á Koh pan Ghan í Thailandi - stærsta og leiðinlegasta partí ever
-Skaftafell - oft borgar sig ekki að leita langt yfir skammt...

Fjórar bækur sem ég les oft
-General, organic and biochemistry (uppáhaldið núna)
-Íslenskur fuglavísir
-Íslands handbókin
-Íslensk fjöll

Fjórir staðir sem ég vildi frekar vera á núna:
-Í fjallakofa í góðra vina hópi, með kerti, spil og góðan svefnpoka
-Í miðjum Amazon regnskógunum í mjög þéttu flugnaneti
-Í langri gönguferð í Himalayafjöllunum í Nepal
-Á Galapagoseyjum að skoða allt það skrítna sem finnst þar

Og þeir fjórir sem ég ætla að skora á að gera svona vitleysu eru: Helga Magg, Ranka, Inga Rúna og svo bara þeir sem vilja...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?