Sannleikur hversdagsins

mánudagur, febrúar 13, 2006

Dómnefndin þakkar þátttakendum í keppninni...

...um að vera gestur númer 8000 kærlega fyrir þátttökuna og drengilega keppni. Keppendur sýndu mikla sanngirni og sterkan jákvæðan keppnisanda. Niðurstöður liggja ljósar fyrir: í fyrsta sæti númer 8000 er Sigrún staðarbúi sem hlýtur að launum leiðsagða ferð um Hvanneyri með staðarbúa að eigin vali. Í öðru sæti númer 7999 var Davíð og í þriðja sæti númer 7998 var Ásgeir og hljóta þeir báðir í viðurkenningarskyni leiðsagða ferð í fjósið með staðarbúa að eigin vali. Keppninni er hér með lokið!

Alvarlegt fjölskylduástand

Sem áður hefur verið rætt um hefur fiskunum í fiskabúrinu fjölgað mjög en enn hefur fiskamóðirin ekki fengið að umgangast börn sín. Fiskinum Guðrúnu hefur verið haldið aðskildri frá seiðunum frá því þau fæddust vegna mikils fæðingarþunglyndis. Þetta ástand hennar hefur m.a. lýst sér í því að hún sækir mikið í að ofsækja seiðin sín og fisksins GB, kalla þau ýmsum ljótum nöfnum eins og blúbbi, marhnútur og skítseiði og ýmislegt fleira óprenthæft. Jafnvel hefur borið á því að hún hafi reynt að éta börnin sín sem sýnir afar slæmt andlegt ástand hennar. Tilraunir hafa verið gerðar í því skyni að leyfa henni að kynnast þeim betur og sjá hlutina frá þeirra sjónarmiði ásamt róandi lyfjagjöf. Þetta hefur ekki borið tilætlaðan árangur og óvíst er hvaða áhrif þetta hefur um sjálfsmat seiðanna. Fjölskyldan er þó bjartsýn á framtíðina og heldur í vonina um bætt ástand...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?