Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ef...
...blettatígrar eru bleikir með hvítar, bláar og gular skellur hér og þar þá er ég blettatígur. Er búin að vera undanfarna daga að hjálpa mömmu að mála veggi og flytja búslóð ásamt mörgum öðrum. Merkilegt hvað það eru margir harðsperruhæfir vöðvar á mannslíkamanum. En kellan er nú flutt á Selfoss eftir 30 ára búsetu heima í sveit og Nonni bróðir og fjölskylda eru svo að flytja þangað. Verð nú að viðurkenna að það var nú hálf undarlegt að standa í hálftómu húsinu heima eða ekki heima...

Ég tek ofan fyrir bóndanum í Skipanesi í Borgarfirði sem lagði stórum traktór fyrir ljósleiðaralínuframkvæmd Orkuveitu Reykjavíkur. Það gerði hann vegna þess að þeir voru að fara yfir landið hans án þess að vissa um réttlæti þess lægi ljóst fyrir. Þessi tautar nú ekki bara með hor í nös í moldarkofa hugans heldur mótmælir að frönskum sið... Vive le protestant!!!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?