Sannleikur hversdagsins

mánudagur, febrúar 06, 2006

Nýtt eurovisionlag..

Helgin var bara sérdeilis ágæt, fór á Fræðaþing landbúnaðarins á fös sem var afar fræðandi og stóð þar í mínum huga efstur sem fróðlegasti fyrirlesturinn, fyrirlestur um álaveiði og álaeldi. Vissuð þið það að hér við Ísland eru til álar sem dvelja bara í saltvatni, að hingað til Íslands koma næstum því bara hryngnur, svo eru nær bara hængar í s-hluta Evrópu. Hrygnurnar eru líka mun stærri en hængarnir. Þetta er alveg eins og mannfólkið. Lágvöxnu spanjólarnir sækja nú einmitt mikið í hávöxnu íslenskurnar.

Um helgina var hið mjögsvosótta innflutningspartí í Álfhól hjá álfadrottningunni Guðrúnu og álfakónginum Valda. Þar var mikið samansafn af hressum Hvanneyringum. Svo fór ég í afmæli til Elísu þýsku á efri hæðinni kvöldið eftir þar sem voru allskyns gómsætar lífrænar þýskar veitingar, meira að segja lífrænir hlaupkallar.
Til mjög svo skemmtilegrar nýbreytni leit lærdómurinn við heillengi þessa helgi og er honum tekið með fagnandi huga og jákvæðni...:)

Já og svo má ekki gleyma nú er tekin stefnan á heimsfrægð í eurovision um helgina. Ég samdi nýtt eurovisionlag. Að vísu bara nýjan eurovisiontexta við mjög gamalt lag en það er svo gamalt að allir hljóta að vera búnir að gleyma því... Það hét áður Upp upp... en heitir núna Drekktu bjór!

Vers 1
Drekk - drekk - drekktu bjór, drekktu mikinn bjór, ef þú drekkur svona mikið þá verðuru bráðum stór!

Vers 2
Drekk - drekk - drekktu bjór, drekktu mikinn bjór, (sungið mjög hratt) en kannski færðu bara niðurgang og þynnku, (sungið venjulega) eftir svona þjór!

Það á örugglega eftir að fá harða samkeppni frá Sylvíu Nótt því bakraddirnar eru ekki af verri endanum: Madonna, Bono og Britney Spears en enn vantar flytjanda lagsins... Einhver sem býður sig fram?
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?