Sannleikur hversdagsins

laugardagur, mars 04, 2006

Gallagall og labbilabb...

...já, ekki er öll íslenskan eins! Alda granni var að kenna mér smá skagfirsku svo að ég skilji hana betur í daglegu máli:) Og af því að ég á frekar að vera að læra ógeðslega mikið fyrir próf þá fannst mér alveg tilvalið að deila þessu með öðrum.

Girðingarlykkjur heita heima hjá henni sinklar.
Þegar maður kallar á skagfirska heimalninga segir maður labbilabb (?) í stað kibbakibb... Þegar maður kallar á skagfirska kálfa segir maður galligall í stað kusakus. Svo heitir borðtuska bekkrýja. Svo heita bjúgu ekki bjúgu heldur sperðlar. Þetta finnst mér alveg yfirmáta merkilegt...:)

Annars er ég auðvitað búin að vera á fullu að læra í dag fyrir utan smá ferð í Borgó og 1 og 1/2 klst af körfubolta sem var þvííílíkt hressandi. Það er líka svo smart að vera allur út í marblettum og rispum.
Framundan er massaæfing á morgun hjá Bjsv.Brák og prófavika úffpúff og reyndar líka að fá að passa köttinn hennar Helgu Magg:)...

Spakmæli dagsins: Fjöldi fólks glatar hlut sínum í hamingjunni. Ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana, heldur vegna þess að það nam aldrei staðar til að njóta hennar. William Feather
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?