Sannleikur hversdagsins

fimmtudagur, mars 09, 2006

Næstum kominn tími til að sannkristnast

Próf próf próf, það eru alltaf próf... eða alveg 4x á ári, er það nú alveg norm? Dýrafræði hryggleysingja í gær og lífræn efnafræði í dag og svo mat á umhverfisáhrifum á mánudag... Svo á þriðjudaginn hefst ný önn, nýir áfangar og nýtt líf, jibbí!
Svo fékk ég vinnu í gær. Í sumar verð ég að vinna hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti við ýmis störf. Það finnst mér alveg frábært því þá get ég verið heima að stússa allt sem þarf að gera þar, ferðast á eigin forsendum, ásamt því að njóta samvista vina og fjölskyldu. Auðvitað mun fylgja tregi og söknuður því að vera ekki að guida í sumar en fyrst er að setja stóru steinana í krukkuna, svo smásteinana og sandinn síðast...

Í Póstinum (auglýsingablað á Vesturlandi) rakst ég á auglýsingu sem mér fannst brjálæðislega fyndin og næstum því snerist til sannkristni:
Fermingarstarf:
Fótboltakappleikur á Merkurtúni nk.mánudag, kl.16

Sóknarprestur og valdir samherjar á móti fermingarbörnum.
Lið sóknarprests:
Markvörður: Indriði útfararstjóri.
Framherji: Sveinn Arnar, organisti.
Varnarmaður: Þórný kirkjuvörður.
Sjúkraliði: Magnea G. Sigurðardóttir.
Dómari: Helga S. Ásgeirsdóttir

Leiknum verður ekki sjónvarpað!


Svo heyrði ég af honum Flóka presti hér á staðnum að skylmast við krakkana á Hvanneyri sem fannst það alveg stórkostlegt. Já, það skyldi þó ekki vera að kirkjunnar fólk sé að reyna að nálgast börnin á þeirra forsendum...?
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?