Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
þriðjudagur, apríl 25, 2006
"Sumar nei vetur ehh kannski sumar eða bara vetur eða reyna vor æ ég veit ekki...?"
Alveg er ég sannfærð um að veðurguðinn mikli sé með mikinn valkvíða. Hann virðist vera í miklum vandræðum með að ákveða hvernig árstíð hann ætlar að hafa á degi hverjum. Hann hlýtur að vera orðinn ástfanginn... Það hefur verið rannsakað að karlkynið á erfitt með ákvarðanatökur þegar hugsanir þeirra eru gagnteknar af hinu kyninu og kannski sínu eigin...
Reyndar er það fínt að fá snjó og smá hálku öðru hverju því þá hefur maður ennþá smá afsökun fyrir því að vera að draga það að fá sér sumardekk...
Hvanneyri í augum annarra
Fyrir síðustu helgi komu vinkonur mínar í saumaklúbb á Hvanneyri sem hafði aldrei gerst áður:) Boðið var uppá skoðunarferð um staðinn, í fjósið, til gríssins Bónusar, að tjörninni og um alla skólabygginguna. Það var ekkert smá gaman að fá þær í heimsókn og líka það að sjá Hvanneyri með þeirra augum. Bónus átti hug og hjörtu þeirra og var hún kölluð krúttpjakkur en svo fannst þeim staðurinn æðislegur. Já, staðurinn er frábær en lengi má gott bæta.
Kröfuganga-málþing-deiliskipulag
Þessa dagana er allt í gangi hér á Eyri Hvannarinnar. Í gær fór Áhugafólk um betri Hvanneyri í létta kröfugöngu í anda franskrar byltingar um Hvanneyri þar sem áhersla var lögð á bætingu göngustíga, lýsingu og almennt öryggi í umferð og umhverfi. Um morguninn hafði verið komið fyrir áminningu um að aka varlega þegar komið var inn á staðinn, settir viðvörunarborðar um brunn og skurð í næsta nágrenni. Um kvöldið var haldið málþing um umhverfismál á Hvanneyri undir heitinu Hvað er Hvanneyri? þar sem farið var í að skapa jákvæðar umræður um staðinn og framtíð hans. Þar voru samankomnir íbúar, nemendur, helstu hagsmunaaðilar og ráðamenn. Þetta var gott og þarft málþing og mun áreiðanlega verða til þess að þessi frábæri staður sem við búum á hérna verði ennþá frábærri:)
Í kvöld verður svo kynnt breytt deiliskipulag. Það verður spennandi að sjá hvort það muni verða í þeim anda sem sveif svo skemmtilega yfir í gær.
Fiskar án þunglyndis - ný framtíð
Jæja, það er helst að frétta af fiskunum að ættmóðirin sem var búin að eignast seiði löngu eftir að kallinn lést eignaðist seiði í síðustu viku aftur. Þessi undrafiskur er sem sagt þeim hæfileikum gæddur að eignast seiði eingetin eða þá að geyma sæði til betri tíma. Eftir að ég tók seiðin frá henni og setti þau í seiðabúrið (sem er stærra og flottara) þá horfði hún á mig með þessum þorsksvip sem náttúrulega bræddi mig og við skildum hvor aðra. Henni leiddist að vera ein í búri sem sagt. Þá lét ég einn snigil og 3 stór seiði sem eru víst ekki seiði lengur í búrið til hennar ásamt slurk af geðlyfinu hennar (aloa vera seyði) og viti menn hún hefur ekki verið svona hamingjusöm síðan hún var lítið skítseiði sjálf í stórum ástríkum systkinahópi. Nú er allt fallið í ljúfalöð í fiskabúrunum tveimur og fiskarnir sem nú eru orðnir um 15 biðja kærlega að heilsa út í hinn stóra heim fyrir utan þeirra litla heim í glerbúrunum...
over and out
|
Alveg er ég sannfærð um að veðurguðinn mikli sé með mikinn valkvíða. Hann virðist vera í miklum vandræðum með að ákveða hvernig árstíð hann ætlar að hafa á degi hverjum. Hann hlýtur að vera orðinn ástfanginn... Það hefur verið rannsakað að karlkynið á erfitt með ákvarðanatökur þegar hugsanir þeirra eru gagnteknar af hinu kyninu og kannski sínu eigin...
Reyndar er það fínt að fá snjó og smá hálku öðru hverju því þá hefur maður ennþá smá afsökun fyrir því að vera að draga það að fá sér sumardekk...
Hvanneyri í augum annarra
Fyrir síðustu helgi komu vinkonur mínar í saumaklúbb á Hvanneyri sem hafði aldrei gerst áður:) Boðið var uppá skoðunarferð um staðinn, í fjósið, til gríssins Bónusar, að tjörninni og um alla skólabygginguna. Það var ekkert smá gaman að fá þær í heimsókn og líka það að sjá Hvanneyri með þeirra augum. Bónus átti hug og hjörtu þeirra og var hún kölluð krúttpjakkur en svo fannst þeim staðurinn æðislegur. Já, staðurinn er frábær en lengi má gott bæta.
Kröfuganga-málþing-deiliskipulag
Þessa dagana er allt í gangi hér á Eyri Hvannarinnar. Í gær fór Áhugafólk um betri Hvanneyri í létta kröfugöngu í anda franskrar byltingar um Hvanneyri þar sem áhersla var lögð á bætingu göngustíga, lýsingu og almennt öryggi í umferð og umhverfi. Um morguninn hafði verið komið fyrir áminningu um að aka varlega þegar komið var inn á staðinn, settir viðvörunarborðar um brunn og skurð í næsta nágrenni. Um kvöldið var haldið málþing um umhverfismál á Hvanneyri undir heitinu Hvað er Hvanneyri? þar sem farið var í að skapa jákvæðar umræður um staðinn og framtíð hans. Þar voru samankomnir íbúar, nemendur, helstu hagsmunaaðilar og ráðamenn. Þetta var gott og þarft málþing og mun áreiðanlega verða til þess að þessi frábæri staður sem við búum á hérna verði ennþá frábærri:)
Í kvöld verður svo kynnt breytt deiliskipulag. Það verður spennandi að sjá hvort það muni verða í þeim anda sem sveif svo skemmtilega yfir í gær.
Fiskar án þunglyndis - ný framtíð
Jæja, það er helst að frétta af fiskunum að ættmóðirin sem var búin að eignast seiði löngu eftir að kallinn lést eignaðist seiði í síðustu viku aftur. Þessi undrafiskur er sem sagt þeim hæfileikum gæddur að eignast seiði eingetin eða þá að geyma sæði til betri tíma. Eftir að ég tók seiðin frá henni og setti þau í seiðabúrið (sem er stærra og flottara) þá horfði hún á mig með þessum þorsksvip sem náttúrulega bræddi mig og við skildum hvor aðra. Henni leiddist að vera ein í búri sem sagt. Þá lét ég einn snigil og 3 stór seiði sem eru víst ekki seiði lengur í búrið til hennar ásamt slurk af geðlyfinu hennar (aloa vera seyði) og viti menn hún hefur ekki verið svona hamingjusöm síðan hún var lítið skítseiði sjálf í stórum ástríkum systkinahópi. Nú er allt fallið í ljúfalöð í fiskabúrunum tveimur og fiskarnir sem nú eru orðnir um 15 biðja kærlega að heilsa út í hinn stóra heim fyrir utan þeirra litla heim í glerbúrunum...
over and out