Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, október 11, 2006

Ég ætla að vera rosalega...

...dugleg að læra fyrir erfðafræðina og nota alla næstu viku sem ég hef til að læra til að actually læra af því að erfðafræði er bæði flókin og erfið. Það var planið einu sinni að minnsta kosti... Reyndar þá voru um 2-3 klst =14 klst settar inná flesta daga í hesthúsið og ca.4.13klst í ræktina, hanga og hugsa um misgáfulega hluti ca.1.07klst á dag = 7.49klst , klósettferðir = 1.35 klst, sturta samtals um 2.46klst, elda og borða ca. 10.02 klst, afmælisboð ca.3.15klst, smölun í Kalmanstungu 10 klst, fara í katólska messu í kaupstaðnum ca.5 klst, sofa = 49.45 klst, fara í heimsóknir 2 klst sem gerir samtals 104.32klst og í 7 sólarhringum eru 168klst = 57.28klst sem ég hef til þess að læra erfðafræði nema ég fari á björgunarsveitaræfingu á sunnudag þá eru bara 52.28klst eftir. Oog af hverju ég var að reikna þetta?
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?