Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
sunnudagur, október 08, 2006
Það mætti kannski orða það þannig að ...
...það líður of langt á milli pósta á þessu blessaða bloggi. Ég ætlaði svo mikið að ræða náttúruverndarmál strax í kjölfarið á göngunni hans Ómars en núna er ég ekki akkúrat í náttúruverndarstemmaranum en ég bendi á afar góða grein hjá honum Davíð bloggara.
Nú er komið að því helsta sem gerðist í sumar:
-Eins og áður hefur komið fram var ég ekki að guida í sumar heldur var ég í girðingarvinnu hjá Landgræðslu Ríkisins sem var alveg hreint frábært. Í allt sumar frá 8-18 vorum það bara ég og hann Jón Kaldi '37 módel að jeppast meðfram girðingum upp um fjöll og firnindi með dásamlegt nesti lagað í Gunnarsholti. Eitt orð um Gunnarsholt: mmmmmmmatarást. Frábær vinnustaður og skemmtilegt fólk að vinna þarna. Myndir síðar...
-Snemmsumars var stofnað Ferðafélagið Tæfurnar þar sem við Elsa og Jana ákváðum að setja fram gönguprógram fyrir sumarið sem við myndum síðan reyna að fara eftir til þess að gera eitthvað í sumar. Með Tæfunum gekk ég Varmalækjarmúla, Fimmvörðuháls, á Kerlingu, fór í Lofthelli og svo mætti kannski líka segja Reykjavíkurmarathonið þar sem það var á dagskrá. Myndir verða birtar síðar sem segja meira en þúsund orð.
-Ein vika fór í það að fara í jarðfræðiferð um Suðurlandið með samnemendum mínum í Náttúru og umhverfi. Það var mjöög skemmtileg ferð sem lengi verður höfð í manna minnum. Myndir síðar...
-Ekki má gleyma brúðkaupinu hjá Ruth og Auðunni þar sem ég fékk þann heiður að vera veislustjóri og reyndi auðvitað mitt allrabesta til þess að skemma ekki daginn fyrir þeim hahaha. Því miður átti ég ekki mynd af þeim stórglæsilegu hjónum til þess að flagga hér á "svipmyndum frá sumrinu" en vonandi rekur hún systurdóttir mín augun í þessa bloggfærslu og reddar því snarlega...;)
-Í lok ágúst var lagt land undir fót og farið til Danmerkur á Madonnu tónleika og miðaldafestival í Horsens. Þar dvöldum við Sigrún Ýr og Hrefna hjá Hönnu og Gauja og þeirra snáðum. Það var geggjað skemmtilegt. Tónleikarnir sem við deildum með 85000 manns voru fínir og við heppnar með staðsetningu. En ég verð nú að segja að mér fannst miðaldafestivalið pínulítið mikið skemmtilegra þar sem andi miðbæjar Horsens var færður aftur á miðaldir. Það var trjákurli stráð á göturnar, eldur í ljóskerum í stað ljósastaura, steikingarbræla og reykjarbræla, stórir sem smáir sem voru í miðaldabúningum, riddarakeppni, riddaratjöld og svo framvegis. Myndir koma síðar:)
-Um Verslunarmannahelgina var ég í gæslu á Þjóðhátíð sem var mjög gaman og lærdómsríkt. Þangað fórum við Kristín Katla saman ásamt sérþjálfuðu fólki úr Borgarnesi, af Skaganum, Reykjavík, Ólafsvík, Keflavík, Grindavík og Hellissandi o.fl. Þetta var að minnsta kosti frábær hópur. Svo vorum við þarna að vinna með foreldrum barna í ÍBV og nokkrum yngri leikmönnum sem var mjög gott fyrirkomulag. Við með faglegu hliðina og þau með félags- og samfélagslegu hliðina. Það verða samt ekki sýndar myndir úr morgunpartíum þaðan...haha
-Í sumar gerðist sá merki hlutur að ég byrjaði aftur í hestum enda kannski kominn tími til þar sem hestarnir mínir eru farnir að eldast og við eigum ennþá ýmislegt óuppgert. Núna eru Þokki og Kleópatra sem sagt flutt vestur til þess að skólast með mér hér á Hvanneyri. Þokka er ég með í hrossarækt 1 þar sem ég læri Knapamerki 1 og 2. Kleópötru ætla ég svo að reyna að gera reiðfæra því annars mun það aldrei gerast því hún er að verða svolítið gamalt tryppi eða ca.11-12 vetra.
-Fór í næturgöngu á Vörðufell með henni Lilju þar sem við lögðum af stað upp um það leyti sem sól var að setjast niður fyrir sjóndeildarhringinn og komum niður aftur þegar sólin var að koma upp aftur. Geggjað veður, útsýni og mosi.
-Fór í afmæli til hennar Önnu Sifjar að Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Það var mjöög mikið stuð og gaman. Skagfirðingar kunna sko að skemmta sér og vera skemmtilegir:)
-Fór í mjög fallegt og skemmtilegt brúðkaup hjá Elsu og Nonna. Gaman að sjá þau aftur en þau búa í Lúxemborg.
-Hljóp 10km í Reykjavíkurmarathoni með Sigrúnu frænku alveg óæfð og drakk einn bjór kvöldið áður og var bara 2 mín seinni en síðast þegar ég fór búin að æfa í 2 vikur. Sem sagt skiptir eiginlega engu máli hvort maður æfi í 2 vikur eða bara sleppi því og drekki bjór í staðinn...
-Var í hvalaskoðun og bátagæslu á menningarnótt og líka á ljósanótt, gott að komast út á sjó aftur. Ætla að reyna að gera meira af því í vetur.
-Veiddi rosalega marga fiska á veiðistöngina mína:) M.a. í veiðiferð fjölskyldu og vina sem farin var í Laufdalsvatn. Myndir síðar...
-Stór hluti sumarsins fór í pælingar með gamalt hús heima í sveit sem ég ætla að gera upp og það á hug minn og hjarta þessa dagana og því skal ekki neita að þar er ég mjöög heimakær.
-Fór í nokkra hella í sumar sem ég hef ekki komið í áður; þeirra merkastir voru Arnarker í Selvogi og Leiðarendi á Bláfjallaleið. Myndir síðar...
...svo eru alveg milljón hlutir sem gerðust sem ég er að gleyma en sumarið var í einu orði sagt MEIRIHÁTTAR!!!
|
...það líður of langt á milli pósta á þessu blessaða bloggi. Ég ætlaði svo mikið að ræða náttúruverndarmál strax í kjölfarið á göngunni hans Ómars en núna er ég ekki akkúrat í náttúruverndarstemmaranum en ég bendi á afar góða grein hjá honum Davíð bloggara.
Nú er komið að því helsta sem gerðist í sumar:
-Eins og áður hefur komið fram var ég ekki að guida í sumar heldur var ég í girðingarvinnu hjá Landgræðslu Ríkisins sem var alveg hreint frábært. Í allt sumar frá 8-18 vorum það bara ég og hann Jón Kaldi '37 módel að jeppast meðfram girðingum upp um fjöll og firnindi með dásamlegt nesti lagað í Gunnarsholti. Eitt orð um Gunnarsholt: mmmmmmmatarást. Frábær vinnustaður og skemmtilegt fólk að vinna þarna. Myndir síðar...
-Snemmsumars var stofnað Ferðafélagið Tæfurnar þar sem við Elsa og Jana ákváðum að setja fram gönguprógram fyrir sumarið sem við myndum síðan reyna að fara eftir til þess að gera eitthvað í sumar. Með Tæfunum gekk ég Varmalækjarmúla, Fimmvörðuháls, á Kerlingu, fór í Lofthelli og svo mætti kannski líka segja Reykjavíkurmarathonið þar sem það var á dagskrá. Myndir verða birtar síðar sem segja meira en þúsund orð.
-Ein vika fór í það að fara í jarðfræðiferð um Suðurlandið með samnemendum mínum í Náttúru og umhverfi. Það var mjöög skemmtileg ferð sem lengi verður höfð í manna minnum. Myndir síðar...
-Ekki má gleyma brúðkaupinu hjá Ruth og Auðunni þar sem ég fékk þann heiður að vera veislustjóri og reyndi auðvitað mitt allrabesta til þess að skemma ekki daginn fyrir þeim hahaha. Því miður átti ég ekki mynd af þeim stórglæsilegu hjónum til þess að flagga hér á "svipmyndum frá sumrinu" en vonandi rekur hún systurdóttir mín augun í þessa bloggfærslu og reddar því snarlega...;)
-Í lok ágúst var lagt land undir fót og farið til Danmerkur á Madonnu tónleika og miðaldafestival í Horsens. Þar dvöldum við Sigrún Ýr og Hrefna hjá Hönnu og Gauja og þeirra snáðum. Það var geggjað skemmtilegt. Tónleikarnir sem við deildum með 85000 manns voru fínir og við heppnar með staðsetningu. En ég verð nú að segja að mér fannst miðaldafestivalið pínulítið mikið skemmtilegra þar sem andi miðbæjar Horsens var færður aftur á miðaldir. Það var trjákurli stráð á göturnar, eldur í ljóskerum í stað ljósastaura, steikingarbræla og reykjarbræla, stórir sem smáir sem voru í miðaldabúningum, riddarakeppni, riddaratjöld og svo framvegis. Myndir koma síðar:)
-Um Verslunarmannahelgina var ég í gæslu á Þjóðhátíð sem var mjög gaman og lærdómsríkt. Þangað fórum við Kristín Katla saman ásamt sérþjálfuðu fólki úr Borgarnesi, af Skaganum, Reykjavík, Ólafsvík, Keflavík, Grindavík og Hellissandi o.fl. Þetta var að minnsta kosti frábær hópur. Svo vorum við þarna að vinna með foreldrum barna í ÍBV og nokkrum yngri leikmönnum sem var mjög gott fyrirkomulag. Við með faglegu hliðina og þau með félags- og samfélagslegu hliðina. Það verða samt ekki sýndar myndir úr morgunpartíum þaðan...haha
-Í sumar gerðist sá merki hlutur að ég byrjaði aftur í hestum enda kannski kominn tími til þar sem hestarnir mínir eru farnir að eldast og við eigum ennþá ýmislegt óuppgert. Núna eru Þokki og Kleópatra sem sagt flutt vestur til þess að skólast með mér hér á Hvanneyri. Þokka er ég með í hrossarækt 1 þar sem ég læri Knapamerki 1 og 2. Kleópötru ætla ég svo að reyna að gera reiðfæra því annars mun það aldrei gerast því hún er að verða svolítið gamalt tryppi eða ca.11-12 vetra.
-Fór í næturgöngu á Vörðufell með henni Lilju þar sem við lögðum af stað upp um það leyti sem sól var að setjast niður fyrir sjóndeildarhringinn og komum niður aftur þegar sólin var að koma upp aftur. Geggjað veður, útsýni og mosi.
-Fór í afmæli til hennar Önnu Sifjar að Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Það var mjöög mikið stuð og gaman. Skagfirðingar kunna sko að skemmta sér og vera skemmtilegir:)
-Fór í mjög fallegt og skemmtilegt brúðkaup hjá Elsu og Nonna. Gaman að sjá þau aftur en þau búa í Lúxemborg.
-Hljóp 10km í Reykjavíkurmarathoni með Sigrúnu frænku alveg óæfð og drakk einn bjór kvöldið áður og var bara 2 mín seinni en síðast þegar ég fór búin að æfa í 2 vikur. Sem sagt skiptir eiginlega engu máli hvort maður æfi í 2 vikur eða bara sleppi því og drekki bjór í staðinn...
-Var í hvalaskoðun og bátagæslu á menningarnótt og líka á ljósanótt, gott að komast út á sjó aftur. Ætla að reyna að gera meira af því í vetur.
-Veiddi rosalega marga fiska á veiðistöngina mína:) M.a. í veiðiferð fjölskyldu og vina sem farin var í Laufdalsvatn. Myndir síðar...
-Stór hluti sumarsins fór í pælingar með gamalt hús heima í sveit sem ég ætla að gera upp og það á hug minn og hjarta þessa dagana og því skal ekki neita að þar er ég mjöög heimakær.
-Fór í nokkra hella í sumar sem ég hef ekki komið í áður; þeirra merkastir voru Arnarker í Selvogi og Leiðarendi á Bláfjallaleið. Myndir síðar...
...svo eru alveg milljón hlutir sem gerðust sem ég er að gleyma en sumarið var í einu orði sagt MEIRIHÁTTAR!!!