Sannleikur hversdagsins

mánudagur, október 16, 2006

Það varð ekkert af...

...því að ég flækti hárið í greinum í birkiskógi og að ég hóaði mig hása við að reka á eftir rollum, heldur ekki af björgunarsveitaæfingum, ekki í afmælispartý hjá Hrefnu og Fríðu, ekki í partý hjá Elsu og co, komst heldur ekki í rjúpuskyttuútkall, ekki á hestbak og gat ekki gleymt erfðafræðinni né lært hana af þeim sökum að ég varð V E I K á lau og sun. Hef ekki orðið veik síðan síðast og man ekki einu sinni hvenær síðast var. Að vísu gat ég passað hann Vask, hundinn hennar Oddu sem var líka svo heppinn að eiga Önnu Sif og fjölsk. að sem nenntu að koma og fara með hann út að labba. Þessi hundur er ekkert smá sætur og fyndinn. Svo var ég svo heppin að eiga þær Björk og Heklu Bjarkardóttur og Guðrúnu álfadrottningu í Álfhól að sem komu og litu eftir mér og fóru sem betur fór ekki út að labba með mig í ofsaveðrinu. Guðrún er líka dýrahjúkka og vissi alveg hvað svona animal eins og mig vantaði, sem sagt hitamæli og appelsín... Takk!

Í dag eru fjöllin orðið hvít og komin snjóföl í Kalmanstungu samkv. Óla bónda sem ég talaði við í morgun. Þeir smöluðu í ömurlegu veðri í gær og hann sagði að ég hefði verið heppin að hafa verið veik og komast ekki í smölun... hmm ég er samt ekki alveg sammála, vantaði að komast í hasar:( Dreymdi reyndar að ég væri í hasarsmölun hjá Ollu í Hrygg þar sem nokkrar lambær höfðu orðið eftir úti og við þurftum að hlaupa lömbin uppi til að ná þeim. Það var reyndar smá sálaruppbót og sárabót haha. Svo dreymdi mig líka að ég var að fara á hestbak á Þokka í miklum snjó þar sem voru bæði fyrrum vinnufélagar af Ljósheimum og Landgræðslunni að vinna. Ég varð að snúa við úr reiðtúrnum til að ná í eitthvað og batt Þokka við girðinguna, svo lít ég út um gluggann og sé hvar hrikalegur snjótætari frá Landgræðslunni er að tæta í átt að honum Þokka mínum og þegar ég kem út er hann sloppinn en nýi taumurinn sem ég fléttaði er klipptur í bita. Er einhver góður í að ráða drauma?

Svo var ég að uppgötva að ég verð að sleppa katólsku messunni sem hin mexíkanska systir Olga var búin að bjóða mér í í dag. Hætti við útaf hestunum, aldrei að treysta þessum bændum... Ég hringdi í hana áðan til þess að láta hana vita að ég kæmist ekki og reyndi að forvitnast aðeins um það hvað væri öðruvísi við þessa messu en aðrar. Það var eitthvað mjööög sérstakt við þessa messu í dag miðað við aðrar messur en ég get ekki sagt hvað það var þrátt fyrir að hafa talað við hana í korter á spænsku. Ég spurði hana hvort það væri alltí lagi að koma í katólska messu þó að maður væri spíritisti. Það var víst allt í góðu því þetta er víst sami Jesú og í Lúterstrú sem elskar alla og svoleiðis en ég held samt að hún hafi orðið pínu skrítin í símann. Ohhhhh hvað ég vildi að ég hefði skilið allt sem hún sagði, það var örugglega mjög áhugavert.

búið í bili
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?