Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
þriðjudagur, október 10, 2006
Það verður allt einhvern veginn...
...svo miklu mikilvægara en að lesa undir próf þegar maður Á AÐ VERA AÐ lesa undir próf t.d. að taka til, bjóða fólki í mat, blogga, hreyfa sig af miklum krafti, fara á hestbak og heimsækja vini og kunningja sem maður hefur ekki hitt lengi og skiptir eiginlega ekki máli hvort maður bíður í viku eða mánuð í viðbót. Samt... þá veit maður aldrei hvenær maður gæti hrokkið uppaf...
Allavegana til þess að katsja upp hvað gerðist að núinu þá heldur annállinn áfram:
-Fór ég að smala í kringum Strútinn með Kalmanstungufólki og það á honum Þokka taugahrúgu sem langaði mest að rjúka í kringum fjallið og ljúka þessarri hræðilegu lífsreynslu af sem fyrst. Það var nú bara sem betur fór í byrjun þegar veðrið var sem verst. Hef bara sjaldan upplifað annað eins hrikalegt slyddurok. Svo fór veðrið að skána og var orðið fínt um miðjan daginn. Þá varð nú klárinn allur annar og óð eins og jarðýta í gegnum birkiskóg og yfir úfið hraun í gleði sinni á eftir skjátunum. Sem sagt prýðilegur smalahestur. Alltaf jafnmikið stuð að komast í smölun, réttir, kjötsúpu og partý með Kalmanstungufólki:)
-Svo gerðist sá fáheyrði atburður að ég skellti mér ásamt Elsu og nokkrum vinkonum hennar í Reykjaréttir á Skeiðum. Þar voru nottlega rifjaðir upp gamlir taktar í að draga fyrir Oddgeirshólabændur. Sumir í hópnum voru að koma í réttir í fyrsta sinn og draga sína fyrstu rollu. Ótrúlegt en satt... Rollurnar sem voru um 4000 stk. hafa ennþá vinninginn á fólkið sem var um 2000 stk. Ennþá raunhæfara að draga rollu frekar en fólk.
- Eins og áður hefur komið fram þá er ég byrjuð í hrossarækt og er að reyna með góðra vina hjálp að temja litla 11-12 vetra tryppið mitt. Ég er búin að fara núna 4 sinnum á bak henni í hringgerði undir stjórn Hrafnhildar á L-Ármóti og Oddu úr Kollafirði og það hefur gengið stórslysalaust. Hún tók hressilegt ródeó og henti mér reyndar soldið glæsilega af í eitt skiptið og ég er ennþá með fagurfjólublá innanverð lærin... Aldeilis fínt:) Svo hefur leiðin legið uppá við...
- Loksins loksins loksins komst Útivistarklúbburinn á Hvanneyri á Skessuhornið sem hefur verið á dagskrá í 2 ár... Þetta var frábær dagur og næstum allir af 20 manns komust á toppinn. Sjá myndir. Já, þetta tókst fyrir rest!!!
- Um helgina fóru Hvanneyringar (og Hvanneyrarvinir) á Íslandsmeistaramótið í bandý. Ég ætlaði nú bara að vera klappstýra á bikiní með dúska í annarri og myndavél í hinni en svo varð maður að hlaupa frá sér allt vit þarna. Þetta var stórskemmtilegt, við töpuðum aldrei gleðinni og hefðum unnið keppni í að vera "flestar stelpur í liði". Svo eignuðumst við stuðningsmenn úr hinum liðunum á meðan við vorum að spila. Svo þetta var allt mjög jákvætt og skemmtilegt. Þó að við skoruðum bara eitt mark eins og í fyrra og lentum í 8.sæti .......af 8:o) myndir
-Annars er bara fjör á Hvanneyri, partý á fimmtudögum, nýtt frábært fólk á ganginum (sakna samt fyrri granna), alltaf gott veður, skemmtilegir áfangar í skólanum og friðuð blesgæs í túni...
...eeen nú verð ég víst að fara að læra undir erf(i)ðafræði og jarðfræði Íslands próf
over and out
|
...svo miklu mikilvægara en að lesa undir próf þegar maður Á AÐ VERA AÐ lesa undir próf t.d. að taka til, bjóða fólki í mat, blogga, hreyfa sig af miklum krafti, fara á hestbak og heimsækja vini og kunningja sem maður hefur ekki hitt lengi og skiptir eiginlega ekki máli hvort maður bíður í viku eða mánuð í viðbót. Samt... þá veit maður aldrei hvenær maður gæti hrokkið uppaf...
Allavegana til þess að katsja upp hvað gerðist að núinu þá heldur annállinn áfram:
-Fór ég að smala í kringum Strútinn með Kalmanstungufólki og það á honum Þokka taugahrúgu sem langaði mest að rjúka í kringum fjallið og ljúka þessarri hræðilegu lífsreynslu af sem fyrst. Það var nú bara sem betur fór í byrjun þegar veðrið var sem verst. Hef bara sjaldan upplifað annað eins hrikalegt slyddurok. Svo fór veðrið að skána og var orðið fínt um miðjan daginn. Þá varð nú klárinn allur annar og óð eins og jarðýta í gegnum birkiskóg og yfir úfið hraun í gleði sinni á eftir skjátunum. Sem sagt prýðilegur smalahestur. Alltaf jafnmikið stuð að komast í smölun, réttir, kjötsúpu og partý með Kalmanstungufólki:)
-Svo gerðist sá fáheyrði atburður að ég skellti mér ásamt Elsu og nokkrum vinkonum hennar í Reykjaréttir á Skeiðum. Þar voru nottlega rifjaðir upp gamlir taktar í að draga fyrir Oddgeirshólabændur. Sumir í hópnum voru að koma í réttir í fyrsta sinn og draga sína fyrstu rollu. Ótrúlegt en satt... Rollurnar sem voru um 4000 stk. hafa ennþá vinninginn á fólkið sem var um 2000 stk. Ennþá raunhæfara að draga rollu frekar en fólk.
- Eins og áður hefur komið fram þá er ég byrjuð í hrossarækt og er að reyna með góðra vina hjálp að temja litla 11-12 vetra tryppið mitt. Ég er búin að fara núna 4 sinnum á bak henni í hringgerði undir stjórn Hrafnhildar á L-Ármóti og Oddu úr Kollafirði og það hefur gengið stórslysalaust. Hún tók hressilegt ródeó og henti mér reyndar soldið glæsilega af í eitt skiptið og ég er ennþá með fagurfjólublá innanverð lærin... Aldeilis fínt:) Svo hefur leiðin legið uppá við...
- Loksins loksins loksins komst Útivistarklúbburinn á Hvanneyri á Skessuhornið sem hefur verið á dagskrá í 2 ár... Þetta var frábær dagur og næstum allir af 20 manns komust á toppinn. Sjá myndir. Já, þetta tókst fyrir rest!!!
- Um helgina fóru Hvanneyringar (og Hvanneyrarvinir) á Íslandsmeistaramótið í bandý. Ég ætlaði nú bara að vera klappstýra á bikiní með dúska í annarri og myndavél í hinni en svo varð maður að hlaupa frá sér allt vit þarna. Þetta var stórskemmtilegt, við töpuðum aldrei gleðinni og hefðum unnið keppni í að vera "flestar stelpur í liði". Svo eignuðumst við stuðningsmenn úr hinum liðunum á meðan við vorum að spila. Svo þetta var allt mjög jákvætt og skemmtilegt. Þó að við skoruðum bara eitt mark eins og í fyrra og lentum í 8.sæti .......af 8:o) myndir
-Annars er bara fjör á Hvanneyri, partý á fimmtudögum, nýtt frábært fólk á ganginum (sakna samt fyrri granna), alltaf gott veður, skemmtilegir áfangar í skólanum og friðuð blesgæs í túni...
...eeen nú verð ég víst að fara að læra undir erf(i)ðafræði og jarðfræði Íslands próf
over and out