Sannleikur hversdagsins

föstudagur, október 13, 2006

Vinur í raun:)

Jæja, búin í einu prófi og þá eitt eftir... Var úti í hesthúsi í 3 og hálfa klst í dag. Þokki minn ætlaði alls ekki að skilja hvað ég ætlaðist til af honum þegar ég tróð honum fullorðnum, stórum klárnum inní pínulítið tamningargerði og ætlaði að láta hann hlaupa í hringi. Það tók dágóða stund og ýmsar tilraunir og tilfæringar að koma honum í gang en tókst á endanum. Svo ætlaði ég að gera hlutina skemmtilega og fara í reiðtúr en við vorum með allt aðrar meiningar um hver tilgangurinn með reiðtúrnum var. Eftir þessa törn var ég alveg búin með andlega orku og þá tók við tamningar með Hrafnhildi á litla dýrinu henni Kleópötru. Sem sagt orkan alveg kláruð í dag. Er að fara að passa hundinn hennar Oddu um helgina og smala á morgun í Kalmanstungu. Vá hvað ég hlakka til að komast í birkiskóg, á nýjan hest að elta runnarollur, hóa mig hása, flækja hárið í greinum og gleyma erfðafræðinni um stund:)

Skrapp með bók til Guðrúnar í Álfhóli í gærkvöldi og þar tók á móti mér vinur minn sem er alltaf svo ofsakátur að sjá mig að hann missir alveg töluvert mikið af þvagi. Það hefur meira að segja gerst að hann hefur lúffað og lagst á bakið og pissað uppí loftið og þ.á.m. á mig. Ef þetta er ekki vinur í raun þá veit ég ekki hvað... hahaha En ekki er ég þó sérstaklega að mælast til þess að vinir mínir pissi á mig þegar við hittumst.

Góða helgi!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?