Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
sunnudagur, júlí 25, 2004
Fréttatilkynning frá Hummer...
...Hummer hefur nú ákveðið að opinbera nýjustu fréttir um sín vandamál. Hann er búinn að vera í verkfalli síðustu vikur sökum þess að hann hefur ekki fengið næga athygli frá fjölskyldunni, því hefur hann ekki viljað fá athygli fjölmiðla. Nú hafa sem sagt verið gerðir nýjir samningar um að hann fái meiri athygli, meiri fiskamat og amk eina rækju í viku. Kjarval lætur sér fátt um finnast og lætur lítið fara fyrir sér enda þögla týpan, hann er reyndar farinn að eldast og grána aðeins.
Hummer er orðin mun athafnasamari en hann var í byrjun og er alveg hættur að fela sig undir steinum. Honum finnst ekkert skemmtilegra en jaðaríþróttir s.s. að grípa í litla járnspennu og láta hífa sig upp og dýfa sér í vatnið til skiptis, hann æfir oft upphýfingar til að fá stærri uppklóarvöðva á sama hlut, einnig finnst honum gaman að verða ringlaður en það verður hann þegar spennunni er snúið hratt í hringi, stundum horfir hann á spennuna þangað til hann verður rangeygður (ekkert smá fyndið) reynir með misgóðum aðferðum að borða hana.
Honum finnst mjög gaman að fara í svifflug þegar tækifæri gefst þ.e.a.s. þegar tréð í búrinu hans liggur þannig að hann geti klifrað uppúr og svifið niður á gólf, frekar harkalega. Þegar hann verður ennþá stærri ætlar hann að verða fallhlífarstökkvari og landkönnuður (hann er reyndar orðinn um 12cm alls). Hann varð mjög svekktur þegar hann var ekki tekinn með á Mont Blanc enda var hann fúll og önugur við sambýliskonurnar þangað til "mamma hans" kom heim aftur. Önnur áhugamál hans eru þau að láta blása á fálmarana, og að borða velútilátinn fiskamat sem flýtur og hann þarf að borða á hvolfi.
Anywho, þá er ég að fara í hringferð og kem ekki heim aftur fyrr en 3.ágúst og það þýðir ekki að reyna að fá mig til að gera eitthvað um Versló. Það verður heldur ekkert ammilispartí þar sem ég verð á Akureyri...:( Hasta la vista!!! :)
|
...Hummer hefur nú ákveðið að opinbera nýjustu fréttir um sín vandamál. Hann er búinn að vera í verkfalli síðustu vikur sökum þess að hann hefur ekki fengið næga athygli frá fjölskyldunni, því hefur hann ekki viljað fá athygli fjölmiðla. Nú hafa sem sagt verið gerðir nýjir samningar um að hann fái meiri athygli, meiri fiskamat og amk eina rækju í viku. Kjarval lætur sér fátt um finnast og lætur lítið fara fyrir sér enda þögla týpan, hann er reyndar farinn að eldast og grána aðeins.
Hummer er orðin mun athafnasamari en hann var í byrjun og er alveg hættur að fela sig undir steinum. Honum finnst ekkert skemmtilegra en jaðaríþróttir s.s. að grípa í litla járnspennu og láta hífa sig upp og dýfa sér í vatnið til skiptis, hann æfir oft upphýfingar til að fá stærri uppklóarvöðva á sama hlut, einnig finnst honum gaman að verða ringlaður en það verður hann þegar spennunni er snúið hratt í hringi, stundum horfir hann á spennuna þangað til hann verður rangeygður (ekkert smá fyndið) reynir með misgóðum aðferðum að borða hana.
Honum finnst mjög gaman að fara í svifflug þegar tækifæri gefst þ.e.a.s. þegar tréð í búrinu hans liggur þannig að hann geti klifrað uppúr og svifið niður á gólf, frekar harkalega. Þegar hann verður ennþá stærri ætlar hann að verða fallhlífarstökkvari og landkönnuður (hann er reyndar orðinn um 12cm alls). Hann varð mjög svekktur þegar hann var ekki tekinn með á Mont Blanc enda var hann fúll og önugur við sambýliskonurnar þangað til "mamma hans" kom heim aftur. Önnur áhugamál hans eru þau að láta blása á fálmarana, og að borða velútilátinn fiskamat sem flýtur og hann þarf að borða á hvolfi.
Anywho, þá er ég að fara í hringferð og kem ekki heim aftur fyrr en 3.ágúst og það þýðir ekki að reyna að fá mig til að gera eitthvað um Versló. Það verður heldur ekkert ammilispartí þar sem ég verð á Akureyri...:( Hasta la vista!!! :)
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Hvítu augabrúnirnar fara á flakk...
Sorry hvað ferðasagan kemur seint. Okey ég reyndi að hafa hana stutta og skemmtilega en hún varð eiginlega bara löng og leiðinleg...:o) Frekari sögur af Hummer, Kjarval og ævintýrum þeirra koma síðar... Þeir sem nenna ekki að lesa geta líka skoðað myndir úr ferðinni.
Það var hinn 25.júní að Hvítu augabrúnirnar og Sissi lögðu af stað upp í reisuna á Hvíta klettinn. Eftir daglangt ferðalag var komið til Genf þar sem Ögmundur bróðir pabba og hans ektakvinna, Heidi, sóttu okkur á flugvöllinn. Heima hjá þeim beið tilvonandi brúðurin, Ariane dóttir þeirra, ásamt nýju frænkunni, Leliu, sem er ekkert smá sæt með ítalskt look.
Dagur 2. Eftir endalaust dekur hjá Ögm. og Heidi í Genf keyrði Ögmundur okkur og Úrsúlu hina íslenskumælandi svisspæju til Chamonix í Frakklandi þar sem við áttum eftir að dveljast næstu dagana. Röltum um Cham. fyrsta daginn og skoðuðum geðveikt flott klifursvæði þar sem heilu fjölskyldurnar voru að klifra saman.
Dagur 3. Hittum Gregory guidinn okkar hinn íslenskumælandi frakka daginn eftir og hann benti okkur á hentugar æfingaferðir. Fyrstu æfingaferðina fórum við upp með kláfi upp til Les Grands Monetes (3297m) og hlupum upp á útsýnispallinn (vá erfitt) og löbbuðum upp brekku og svo niður með skriðjökli í um 4 klst þar sem við tókum kláf. Vekja rauðu blóðkornin til þess eiga minni hættu á háfjallaveiki.
Dagur 4. Fórum við upp til Le Tour og löbbuðum upp til skála Alberts fyrsta (2702m), Sissi labbaði áfram á meðan við Úrsúla fékkum okkur súkkulaði og skoðuðum sæta fjallastráka, Albert var reyndar ekki heima. Svo héldum við áfram og mættum Sissa en ákváðum að fara uppí meiri hæð þar til við mættum gömlum, frönskum fjallaköllum þá snerum við við og hlupum niður brekkuna, þeim fannst þetta svo fyndið að þeir hlupu bara á eftir okkur. Úr þessu varð svaka kapphlaup en við unnum enda voru þeir í broddum og línu etc (vitleysingar) en við bara í skóm enda bara snjóbrekka. Það eru bara allir í broddum og með línu þarna þótt að þeir séu að hugsa um að fara út að labba… Svo hittum við múrmeldýr á leiðinni niður en þau eru svakasætar, risastórar “mýs” sem eru reyndar skyldastar fílum en þau eru með risastórar tennur.
Dagur 5. Hittum Gregory á gistiheimilinu um morguninn, hann sagði okkur hvað við ættum ekki að hafa með sem varð úr að bakpokinn varð mun léttari og lögðum af stað í ferðina á Mont Blanc. Kláfurinn á Aguille du Midi var lokaður þannig að við þurftum að fara upp Ítalíumegin frá Courmayeur með kláfum til La Tour Ronde (3792m) og þaðan löbbuðum við í ca.3 klst í allraþægindaskálann Cosmiques (ca.3800m) sem er nálægt Aguille du Midi. Í skálanum var ein frönsk stelpa með há.fj.veiki og ældi eins og múkki og var sótt af þyrlu. Þarna fengum við ótrúlega góðan og velútilátinn mat namm og fórum svo að sofa í þunna loftinu. Einn gaurinn kom inn og byrjaði á því að loka glugganum í herberginu þar sem sváfu um 20 mannsi; what a FÍFL! Hann var snarlega látinn opna hann aftur.
Dagur 6. Vöknuðum um klukkan eitt um nótt, fengum okkur morgunmat. Allir í kringum okkur voru rosalega stressaðir og á fleygiferð um allt. Við vorum hinsvegar sallaróleg að hætti íslendinga sem endaði á því að við vorum með þeim síðustu út en þegar við vorum komin af stað tókum við framúr slatta af fólki á leiðinni uppá topp:o). Það var ekkert smá flott veður báða dagana og þarna um nóttina var frosin jörð og logn svo kom bara smá rok efst aftur en það var ekki mjög kalt samt. Þurftum að fara yfir tvö “fjöll” áður en við komum að sjálfum toppinum. Fyrst lá leiðin yfir Mont Blanc du Tacul (4248m) þar sem voru hrikalega flottir serakar en því miður var myrkur svo minningin um útsýnið úr skálanum var eina útsýnið þar, plús að vísu ljósin frá Cham. og Genf ofl. Svo lá leiðin yfir Mont Maudit (4465m) þar sem bröttustu 50m leiðarinnar voru (50 gráðu halli). Samt ekkert rosalegt. Þar kom sólin upp og myndavélarnar voru testaðar en sýndu mismikla hæfileika í kuldanum, mislyndar myndavélar!!! Þegar við komum niður þar var aðaltoppurinn eftir. Ótrúlega erfitt að labba uppí móti með helmingssúrefni enda voru stoppin mörg fyrir utan það að vera að labba í risastóru hagléli þar sem maður sökk niður í hverju skrefi. Toppurinn (4808m) náðist rúmlega níu um morguninn eftir 7 tíma labb, eyddum þar alveg fullt af tíma þar sem útsýnið var geðveikt. Fengum smá hausverk efst. Ég er reyndar ekki viss um hvort það var háfjallaveiki eða kaffifráhvarfseinkenni… Niðurleiðin var svo Gouter leið sem er töluvert lengri og en leiðin upp en auðveldari á niðurleið. Vá hvað ég hefði ekki nennt að labba upp hana, skil ekki af hverju hún er algengasta leiðin upp. Fyrst eftir mjóum hrygg þar sem við reyndar mættum engum sem var ágætt… svo upp og niður brekkur þar til við komum að Gouter skála. Fyrir neðan Gouterskálann var svo hin fræga grjótfallsbrekka dauðans enda var allt laust þarna í töluverðum bratta (eins og íslenskt móbergsdrasl)og maður varð að passa að henda ekki niður grjóti á fólk fyrir neðan og vona að enginn henti grjóti á okkur, vírar voru á nokkrum stöðum til að halda í en við þurftum að brölta mest alla leiðina í broddum takandi framúr fullt af fólki. Þetta var gaman en við urðum að flýta okkur geðveikt niður til þess að missa ekki af lestinni, því gafst ekki tími til myndatöku sem var synd. Eftir 1 og hálfan tíma af klöngri komum við í grjótkastgilið þar sem fólk hleypur yfir til þess að eiga sem minnst á hættu að fá í sig grjót en þarna hrynur stanslaust úr berginu…magnað! Meirihlutinn af restinni var svo farinn á rassinum niður brattar snjóbrekkur... ÍHA!!! Náðum lestinni og fórum brosandi út að eyrum til Cham. aftur eftir velheppnaða ferð. Kalt fótabað í stórum bala á gistiheimilinu okkar var GOOTTT!!!
Úrsúla fór heim daginn eftir og það rigndi svo úr varð ekkert klifur. Við Sissi fórum og horfðum á fótbolta og drukkum öl. 2.júlí var smá þynnka og svo fórum við til Genf þar sem ofurgestgjafarnir tóku á móti okkur aftur og ísl.ættingjar höfðu bæst í hópinn. Sissi fór svo daginn eftir og við maogpa og Sveinbjörn pabró og Lilja fórum í brúðkaup hjá Ariane og Gianfranco. Rosalega flott brúðkaup með háværum ítölum í miklum meirihluta. Djammað fram á nótt… Svaka stuð. Svo var haldið áfram daginn eftir með brunch hjá Ariane og Gianfranco og svo fóru Hvítu augabrúnirnar heim daginn eftir og hittu fullt af sniðugu fólki á flugvellinum.
|
Sorry hvað ferðasagan kemur seint. Okey ég reyndi að hafa hana stutta og skemmtilega en hún varð eiginlega bara löng og leiðinleg...:o) Frekari sögur af Hummer, Kjarval og ævintýrum þeirra koma síðar... Þeir sem nenna ekki að lesa geta líka skoðað myndir úr ferðinni.
Það var hinn 25.júní að Hvítu augabrúnirnar og Sissi lögðu af stað upp í reisuna á Hvíta klettinn. Eftir daglangt ferðalag var komið til Genf þar sem Ögmundur bróðir pabba og hans ektakvinna, Heidi, sóttu okkur á flugvöllinn. Heima hjá þeim beið tilvonandi brúðurin, Ariane dóttir þeirra, ásamt nýju frænkunni, Leliu, sem er ekkert smá sæt með ítalskt look.
Dagur 2. Eftir endalaust dekur hjá Ögm. og Heidi í Genf keyrði Ögmundur okkur og Úrsúlu hina íslenskumælandi svisspæju til Chamonix í Frakklandi þar sem við áttum eftir að dveljast næstu dagana. Röltum um Cham. fyrsta daginn og skoðuðum geðveikt flott klifursvæði þar sem heilu fjölskyldurnar voru að klifra saman.
Dagur 3. Hittum Gregory guidinn okkar hinn íslenskumælandi frakka daginn eftir og hann benti okkur á hentugar æfingaferðir. Fyrstu æfingaferðina fórum við upp með kláfi upp til Les Grands Monetes (3297m) og hlupum upp á útsýnispallinn (vá erfitt) og löbbuðum upp brekku og svo niður með skriðjökli í um 4 klst þar sem við tókum kláf. Vekja rauðu blóðkornin til þess eiga minni hættu á háfjallaveiki.
Dagur 4. Fórum við upp til Le Tour og löbbuðum upp til skála Alberts fyrsta (2702m), Sissi labbaði áfram á meðan við Úrsúla fékkum okkur súkkulaði og skoðuðum sæta fjallastráka, Albert var reyndar ekki heima. Svo héldum við áfram og mættum Sissa en ákváðum að fara uppí meiri hæð þar til við mættum gömlum, frönskum fjallaköllum þá snerum við við og hlupum niður brekkuna, þeim fannst þetta svo fyndið að þeir hlupu bara á eftir okkur. Úr þessu varð svaka kapphlaup en við unnum enda voru þeir í broddum og línu etc (vitleysingar) en við bara í skóm enda bara snjóbrekka. Það eru bara allir í broddum og með línu þarna þótt að þeir séu að hugsa um að fara út að labba… Svo hittum við múrmeldýr á leiðinni niður en þau eru svakasætar, risastórar “mýs” sem eru reyndar skyldastar fílum en þau eru með risastórar tennur.
Dagur 5. Hittum Gregory á gistiheimilinu um morguninn, hann sagði okkur hvað við ættum ekki að hafa með sem varð úr að bakpokinn varð mun léttari og lögðum af stað í ferðina á Mont Blanc. Kláfurinn á Aguille du Midi var lokaður þannig að við þurftum að fara upp Ítalíumegin frá Courmayeur með kláfum til La Tour Ronde (3792m) og þaðan löbbuðum við í ca.3 klst í allraþægindaskálann Cosmiques (ca.3800m) sem er nálægt Aguille du Midi. Í skálanum var ein frönsk stelpa með há.fj.veiki og ældi eins og múkki og var sótt af þyrlu. Þarna fengum við ótrúlega góðan og velútilátinn mat namm og fórum svo að sofa í þunna loftinu. Einn gaurinn kom inn og byrjaði á því að loka glugganum í herberginu þar sem sváfu um 20 mannsi; what a FÍFL! Hann var snarlega látinn opna hann aftur.
Dagur 6. Vöknuðum um klukkan eitt um nótt, fengum okkur morgunmat. Allir í kringum okkur voru rosalega stressaðir og á fleygiferð um allt. Við vorum hinsvegar sallaróleg að hætti íslendinga sem endaði á því að við vorum með þeim síðustu út en þegar við vorum komin af stað tókum við framúr slatta af fólki á leiðinni uppá topp:o). Það var ekkert smá flott veður báða dagana og þarna um nóttina var frosin jörð og logn svo kom bara smá rok efst aftur en það var ekki mjög kalt samt. Þurftum að fara yfir tvö “fjöll” áður en við komum að sjálfum toppinum. Fyrst lá leiðin yfir Mont Blanc du Tacul (4248m) þar sem voru hrikalega flottir serakar en því miður var myrkur svo minningin um útsýnið úr skálanum var eina útsýnið þar, plús að vísu ljósin frá Cham. og Genf ofl. Svo lá leiðin yfir Mont Maudit (4465m) þar sem bröttustu 50m leiðarinnar voru (50 gráðu halli). Samt ekkert rosalegt. Þar kom sólin upp og myndavélarnar voru testaðar en sýndu mismikla hæfileika í kuldanum, mislyndar myndavélar!!! Þegar við komum niður þar var aðaltoppurinn eftir. Ótrúlega erfitt að labba uppí móti með helmingssúrefni enda voru stoppin mörg fyrir utan það að vera að labba í risastóru hagléli þar sem maður sökk niður í hverju skrefi. Toppurinn (4808m) náðist rúmlega níu um morguninn eftir 7 tíma labb, eyddum þar alveg fullt af tíma þar sem útsýnið var geðveikt. Fengum smá hausverk efst. Ég er reyndar ekki viss um hvort það var háfjallaveiki eða kaffifráhvarfseinkenni… Niðurleiðin var svo Gouter leið sem er töluvert lengri og en leiðin upp en auðveldari á niðurleið. Vá hvað ég hefði ekki nennt að labba upp hana, skil ekki af hverju hún er algengasta leiðin upp. Fyrst eftir mjóum hrygg þar sem við reyndar mættum engum sem var ágætt… svo upp og niður brekkur þar til við komum að Gouter skála. Fyrir neðan Gouterskálann var svo hin fræga grjótfallsbrekka dauðans enda var allt laust þarna í töluverðum bratta (eins og íslenskt móbergsdrasl)og maður varð að passa að henda ekki niður grjóti á fólk fyrir neðan og vona að enginn henti grjóti á okkur, vírar voru á nokkrum stöðum til að halda í en við þurftum að brölta mest alla leiðina í broddum takandi framúr fullt af fólki. Þetta var gaman en við urðum að flýta okkur geðveikt niður til þess að missa ekki af lestinni, því gafst ekki tími til myndatöku sem var synd. Eftir 1 og hálfan tíma af klöngri komum við í grjótkastgilið þar sem fólk hleypur yfir til þess að eiga sem minnst á hættu að fá í sig grjót en þarna hrynur stanslaust úr berginu…magnað! Meirihlutinn af restinni var svo farinn á rassinum niður brattar snjóbrekkur... ÍHA!!! Náðum lestinni og fórum brosandi út að eyrum til Cham. aftur eftir velheppnaða ferð. Kalt fótabað í stórum bala á gistiheimilinu okkar var GOOTTT!!!
Úrsúla fór heim daginn eftir og það rigndi svo úr varð ekkert klifur. Við Sissi fórum og horfðum á fótbolta og drukkum öl. 2.júlí var smá þynnka og svo fórum við til Genf þar sem ofurgestgjafarnir tóku á móti okkur aftur og ísl.ættingjar höfðu bæst í hópinn. Sissi fór svo daginn eftir og við maogpa og Sveinbjörn pabró og Lilja fórum í brúðkaup hjá Ariane og Gianfranco. Rosalega flott brúðkaup með háværum ítölum í miklum meirihluta. Djammað fram á nótt… Svaka stuð. Svo var haldið áfram daginn eftir með brunch hjá Ariane og Gianfranco og svo fóru Hvítu augabrúnirnar heim daginn eftir og hittu fullt af sniðugu fólki á flugvellinum.
fimmtudagur, júlí 01, 2004
IHAAA!!! Toppudum Mont Blanc (4808 m.) klukkan 9:30 tann 30.juni i frabaeru vedri :o) Ferdasagan kemur sidar...
|