Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, mars 12, 2008

Brjálað partý...

...verður á Hvanneyri næsta fimmtudag því það verður Hestamót hjá Grana og svo verður ball á pöbbnum á Hvanneyri með Vönum mönnum. Þess má einnig geta að keppni verður í hvaða strákur er með flottasta rassinn í reiðbuxum hihi... Be there or be square!
Ono,
Hal
|

þriðjudagur, mars 11, 2008

Áríðandi tilkynning...

...síminn minn er sem sagt fundinn, hann varð úti í innkeyrslunni hjá mömmu en hann lifði af við vegna góðrar hjúkrunar fjölskyldunnar Rauðholt og það er farið að heyrast í honum eftir að hringing var sett á aftur. Endalaus gleði og hamingja:o)

Síðastliðinn fimmtudag kom menntamálaráðherra í heimsókn til LBHÍ eftir að hafa frestað heimsókn sinni alveg nokkrum sinnum sem tók út fullt af aukaæfingum og veseni. Kvöldinu áður eyddum við Heiða rúmum 2 klst í að þvo hestana fyrir ca. 10 mínútna sjóv í reiðhöllinni á Mið-Fossum fyrir fólkið. Sjóvið okkar sem erum í tilraunanáminu gekk bara þokkalega vel. Svo í lokin voru 3 hestar sem skeiðuðu út og ég vissi að ég væri á rosaskeiðhesti en kann ekkert að skeiðleggja og ákvað að láta á það reyna. Hesturinn Viðar sem er frá Reyni Aðalsteins. steinlá skeiðið út en svo var ég sennilega eitthvað sein að hægja á honum því hann alveg STEINlá, sem sagt datt í drullunni fyrir utan og ég flaug af í "fallegum boga" hehe og lenti nottlega með júdólendingu... Var sko bara að æfa fyrir námsskeiðið um helgina tíhí. Við Viðar allavegana slösuðumst ekki:o) Vonandi var bara menntamálaráðherra farin þegar þetta gerðist:) Frekar spaugilegt:)

Svo var Öryggisnámsskeið haldið við Landbúnaðarháskóla Íslands á laugardeginum. Þar áttum við þrjú að sýna hvernig ætti ekki að detta af baki og svo var Bjarni Friðriksson og félagi hans að sýna okkur hvernig við ættum að detta eins og gert er í júdói. Þetta var allt soldið fyndið og Gísli Einarsson skellti sér líka í júdóæfingarnar og lét sig svo sjálfur detta eftir á á dýnuna. Þetta námsskeið var mjög sniðugt, reyndar veit ég ekki hvað var gert fyrir hádegi en eftir hádegi var líka Reynir Aðalsteins með fyrirlestur og sýnikennslu, Bebba og Sigtryggur voru með fyrirlestur um skyndihjálp, Elsa ein kom með meri sem þarf sérstaka aðgætni og svo sýndum við prógrammið okkar. Frá námsskeiðinu má sjá í íþróttafréttum Sjónvarpsins.

Eftir námsskeiðið var Gerður krúttulína Selfyssingur komin með rútu og með aðstoð ofursæta einkabílstjóranum og "barnapíunni" henni Siggu systir og við brunuðum norður í Eyjafjörð til hennar Svönu og frábæru fjölskyldunni hennar á Finnastöðum. Með henni fórum við á djammið á Vélsmiðjunni þar sem við hittum fyrir fólkið sem hafði verið á Telemarkfestivalinu. Þarna var tjúttað frá sér allt vit alveg til 3 og þá fórum við heim í sæluna á Finnastöðum. Daginn eftir fórum við í Skíðaþjónustuna þar sem við ílengdumst. Mæli sko með búllunni! Líka frábær kall sem var að afgreiða okkur:) Við Gerður fengum okkur notuð gönguskíði sem voru hræódýr. Svo fórum við í fjallið sem var baaaaara gaman og gott færi.

Gerður fór svo með Elsu og Tomma heim en ég fór í Skagafjörðinn til að kíkja á hross og fékk að gista í sveitasælunni hjá dásamlegu fjölskyldunni í Enni. Hm já tja sko það er þokkalega verið að fara að bæta í stóðið:) Þýðir ekkert að hafa allt saman brúnt tíhí. Er búin að festa eina yndislega ótamda meri sem heitir Milla og er ljósmóálótt og einn lítinn folaldsstubb sem er bara sætur og skrautlegur á litinn. Þegar ég vaknaði um morguninn í Enni og leit út um gluggann þá varð ég eiginlega bara hrærð yfir þessu hrikalega fallega útsýni. Þetta var alveg eins og málverk:)

Æðisleg helgi en nú þarf maður víst að fara að setja í fimmta gír í lokaverkefninu... Úff púff:) En það er líka skemmtilegt reyndar:)

Svona er líf mitt í grunnatriðum í dag:
Hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk

Já og það eru komnar nýjar myndir inná myndasíðuna mína:o)

Kisskiss
Hal


|

miðvikudagur, mars 05, 2008

Nýtt met slegið...

...á blogginu. Það eru komin 3 blogg á innan við mánuði. Kannski að þetta muni virka í þetta skiptið þ.e.a.s. að blogga sko;) Síðasta helgi var alveg frábær. Á föstudeginum fékk ég prjónakennslu hjá Ástu prjónakonu á Hvanneyri sem er algjör listakona. Um kvöldið eldaði ég lax frá því í sumar og voru tilraunadýrin Heiða úr Eilífsdal, Eyrún frá Tannstaðabakka og Erla frá Breiðholti. Mér finnst nöfnin á bæjunum þeirra algjör snilld. Svo kom mamma Heiðu til að gista og við fórum ásamt Einari Reynis og Símoni uppá Mið-Fossa að skoða hest sem er að verða grár (hvítur) en er með alveg rauða blesu. Mjög sérstakur litur. Reyni að setja myndir af honum inn seinna. Allavega rosasætur hestur. Svo skruppum við aðeins á pöbbinn þar sem var bara eiginlega enginn nema tveir sem komu ríðandi á bullsveittum hestum þangað. Ekki til fyrirmyndar en soldið skondið. Síðar var örpartý hjá Eyrúnu fram eftir nóttu þar sem mín var að klára að prjóna gjöfina fyrir afmælið daginn eftir. Já nú sleppur enginn undan heimatilbúnum gjöfum.

Daginn eftir fórum við Heiða, Snædís og Bjarni bróðir Snædísar á skíði/bretti í Bláfjöll. Í þetta skiptið tók ég sénsinn og fór beint í stólalyftuna sem ég hef aldrei farið í áður og verið soldið smeyk við það. En þetta var alltí lagi, ég settist bara á rassinn á skíðunum, lokaði augunum og brunaði af stað og meira að segja með flest bein heil þegar ég kom niður. Fékk reyndar einhver leiðinda augntillit þegar hinir sem voru bara alltof mikið að svinga fyrir mig komu niður. Einn hrækti meira að segja á mig, ég nottlega bara gaf honum góða slummu tilbaka.

DJJJJÓK, auðvitað gekk þetta allt eins og í lygasögu eins og málsgreinin hér að ofan sýnir greinilega. Ég klessti ekki nema á tvo sem reyndar klesstu á mig held ég og datt bara 1-2svar sem mér finnst nú bara ágætisárangur hjá Telemarkaula:o) Hraðinn hefði nú kannski ekki alveg komist í heimsmetabókina en who cares. Þetta var mjög gaman og svo fékk ég að rifja aðeins upp skyndihjálp þar sem ég aðstoðaði við aðhlynningu á ungum dreng sem hafði lent í samstuði við annan.

Um kvöldið var svo geeeeeeeeeeggjað þrjátíuáraammlispartý hjá henni Gyðu í Þorlákshöfn sem var alveg hrikalega skemmtilegt enda þekkir hún bara mikið af skemmtilegu og partýhressu fólki;) Takk fyrir mig!:) Svo skutlaði ég Erlu Dan á Hvítahúsið þegar ég fór heim og svo hvarf síminn minn á dularfullan hátt. Eftir að hafa kallað út lögreglu, slökkvilið og auðvitað björgunarsveitir á svæðum 1,2,3,4,5,6 til leitar þar sem þetta var nú ekkert eðlilegt með hann að skila sér ekki heim, þá fann Jónína systir hann í dag á mölinni fyrir utan hjá mömmu. Óvíst er með heilsu hans en kortið er þó allavegana fundið. En ef ég hringi ekki í ykkur þá getur verið að einhver símanúmer hafi dottið út sko...hmm.. já sko það getur víst stundum gerst sko ... held ég;o)

Þessa dagana er ég annars á fullu í hestamennskunni með Þokka og Ósk inni á Hvanneyri og á tilraunanámsskeiði hjá LBHÍ, á fullu í BS verkefninu með aðstöðu hjá Veiðimálastofnun sem er alveg dásamlegt og allt hitt auðvitað líka:) eða næstum allt...

Um næstu helgi er svo námsskeið í því hvernig á að detta af baki og um fleiri öryggisatriði í hestamennsku og svo ætla ég að skella mér norður á Telemarkfestival já og skoða smá pínu hross sko. Það eru laus pláss í bílnum ef einhvern vantar far:)
Over and out
Hal
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?