Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, október 15, 2008

Ef ske kynni að einhver væri ennþá að lesa bloggið mitt haha vá þá hlýtur sá hinn sami að vera rosa góður vinur eða hrikalega þrjóskur:) Er að spá í að fara að blogga einhvers staðar annars staðar þar sem textinn kemur í fyrstu línu ekki fyrir neðan allan hliðartextann þar sem ég fæ þetta ekki til að færast á réttan stað. Any suggestions?
|

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Það er ýmislegt annað búið að gerast síðan reiðbuxnarassakeppnin var :o) Það er von á bloggi von bráðar... Þangað til er hægt að getta hvað er búið að gerast ef einhverjum leiðist :o)
|

miðvikudagur, mars 12, 2008

Brjálað partý...

...verður á Hvanneyri næsta fimmtudag því það verður Hestamót hjá Grana og svo verður ball á pöbbnum á Hvanneyri með Vönum mönnum. Þess má einnig geta að keppni verður í hvaða strákur er með flottasta rassinn í reiðbuxum hihi... Be there or be square!
Ono,
Hal
|

þriðjudagur, mars 11, 2008

Áríðandi tilkynning...

...síminn minn er sem sagt fundinn, hann varð úti í innkeyrslunni hjá mömmu en hann lifði af við vegna góðrar hjúkrunar fjölskyldunnar Rauðholt og það er farið að heyrast í honum eftir að hringing var sett á aftur. Endalaus gleði og hamingja:o)

Síðastliðinn fimmtudag kom menntamálaráðherra í heimsókn til LBHÍ eftir að hafa frestað heimsókn sinni alveg nokkrum sinnum sem tók út fullt af aukaæfingum og veseni. Kvöldinu áður eyddum við Heiða rúmum 2 klst í að þvo hestana fyrir ca. 10 mínútna sjóv í reiðhöllinni á Mið-Fossum fyrir fólkið. Sjóvið okkar sem erum í tilraunanáminu gekk bara þokkalega vel. Svo í lokin voru 3 hestar sem skeiðuðu út og ég vissi að ég væri á rosaskeiðhesti en kann ekkert að skeiðleggja og ákvað að láta á það reyna. Hesturinn Viðar sem er frá Reyni Aðalsteins. steinlá skeiðið út en svo var ég sennilega eitthvað sein að hægja á honum því hann alveg STEINlá, sem sagt datt í drullunni fyrir utan og ég flaug af í "fallegum boga" hehe og lenti nottlega með júdólendingu... Var sko bara að æfa fyrir námsskeiðið um helgina tíhí. Við Viðar allavegana slösuðumst ekki:o) Vonandi var bara menntamálaráðherra farin þegar þetta gerðist:) Frekar spaugilegt:)

Svo var Öryggisnámsskeið haldið við Landbúnaðarháskóla Íslands á laugardeginum. Þar áttum við þrjú að sýna hvernig ætti ekki að detta af baki og svo var Bjarni Friðriksson og félagi hans að sýna okkur hvernig við ættum að detta eins og gert er í júdói. Þetta var allt soldið fyndið og Gísli Einarsson skellti sér líka í júdóæfingarnar og lét sig svo sjálfur detta eftir á á dýnuna. Þetta námsskeið var mjög sniðugt, reyndar veit ég ekki hvað var gert fyrir hádegi en eftir hádegi var líka Reynir Aðalsteins með fyrirlestur og sýnikennslu, Bebba og Sigtryggur voru með fyrirlestur um skyndihjálp, Elsa ein kom með meri sem þarf sérstaka aðgætni og svo sýndum við prógrammið okkar. Frá námsskeiðinu má sjá í íþróttafréttum Sjónvarpsins.

Eftir námsskeiðið var Gerður krúttulína Selfyssingur komin með rútu og með aðstoð ofursæta einkabílstjóranum og "barnapíunni" henni Siggu systir og við brunuðum norður í Eyjafjörð til hennar Svönu og frábæru fjölskyldunni hennar á Finnastöðum. Með henni fórum við á djammið á Vélsmiðjunni þar sem við hittum fyrir fólkið sem hafði verið á Telemarkfestivalinu. Þarna var tjúttað frá sér allt vit alveg til 3 og þá fórum við heim í sæluna á Finnastöðum. Daginn eftir fórum við í Skíðaþjónustuna þar sem við ílengdumst. Mæli sko með búllunni! Líka frábær kall sem var að afgreiða okkur:) Við Gerður fengum okkur notuð gönguskíði sem voru hræódýr. Svo fórum við í fjallið sem var baaaaara gaman og gott færi.

Gerður fór svo með Elsu og Tomma heim en ég fór í Skagafjörðinn til að kíkja á hross og fékk að gista í sveitasælunni hjá dásamlegu fjölskyldunni í Enni. Hm já tja sko það er þokkalega verið að fara að bæta í stóðið:) Þýðir ekkert að hafa allt saman brúnt tíhí. Er búin að festa eina yndislega ótamda meri sem heitir Milla og er ljósmóálótt og einn lítinn folaldsstubb sem er bara sætur og skrautlegur á litinn. Þegar ég vaknaði um morguninn í Enni og leit út um gluggann þá varð ég eiginlega bara hrærð yfir þessu hrikalega fallega útsýni. Þetta var alveg eins og málverk:)

Æðisleg helgi en nú þarf maður víst að fara að setja í fimmta gír í lokaverkefninu... Úff púff:) En það er líka skemmtilegt reyndar:)

Svona er líf mitt í grunnatriðum í dag:
Hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk

Já og það eru komnar nýjar myndir inná myndasíðuna mína:o)

Kisskiss
Hal






|

miðvikudagur, mars 05, 2008

Nýtt met slegið...

...á blogginu. Það eru komin 3 blogg á innan við mánuði. Kannski að þetta muni virka í þetta skiptið þ.e.a.s. að blogga sko;) Síðasta helgi var alveg frábær. Á föstudeginum fékk ég prjónakennslu hjá Ástu prjónakonu á Hvanneyri sem er algjör listakona. Um kvöldið eldaði ég lax frá því í sumar og voru tilraunadýrin Heiða úr Eilífsdal, Eyrún frá Tannstaðabakka og Erla frá Breiðholti. Mér finnst nöfnin á bæjunum þeirra algjör snilld. Svo kom mamma Heiðu til að gista og við fórum ásamt Einari Reynis og Símoni uppá Mið-Fossa að skoða hest sem er að verða grár (hvítur) en er með alveg rauða blesu. Mjög sérstakur litur. Reyni að setja myndir af honum inn seinna. Allavega rosasætur hestur. Svo skruppum við aðeins á pöbbinn þar sem var bara eiginlega enginn nema tveir sem komu ríðandi á bullsveittum hestum þangað. Ekki til fyrirmyndar en soldið skondið. Síðar var örpartý hjá Eyrúnu fram eftir nóttu þar sem mín var að klára að prjóna gjöfina fyrir afmælið daginn eftir. Já nú sleppur enginn undan heimatilbúnum gjöfum.

Daginn eftir fórum við Heiða, Snædís og Bjarni bróðir Snædísar á skíði/bretti í Bláfjöll. Í þetta skiptið tók ég sénsinn og fór beint í stólalyftuna sem ég hef aldrei farið í áður og verið soldið smeyk við það. En þetta var alltí lagi, ég settist bara á rassinn á skíðunum, lokaði augunum og brunaði af stað og meira að segja með flest bein heil þegar ég kom niður. Fékk reyndar einhver leiðinda augntillit þegar hinir sem voru bara alltof mikið að svinga fyrir mig komu niður. Einn hrækti meira að segja á mig, ég nottlega bara gaf honum góða slummu tilbaka.

DJJJJÓK, auðvitað gekk þetta allt eins og í lygasögu eins og málsgreinin hér að ofan sýnir greinilega. Ég klessti ekki nema á tvo sem reyndar klesstu á mig held ég og datt bara 1-2svar sem mér finnst nú bara ágætisárangur hjá Telemarkaula:o) Hraðinn hefði nú kannski ekki alveg komist í heimsmetabókina en who cares. Þetta var mjög gaman og svo fékk ég að rifja aðeins upp skyndihjálp þar sem ég aðstoðaði við aðhlynningu á ungum dreng sem hafði lent í samstuði við annan.

Um kvöldið var svo geeeeeeeeeeggjað þrjátíuáraammlispartý hjá henni Gyðu í Þorlákshöfn sem var alveg hrikalega skemmtilegt enda þekkir hún bara mikið af skemmtilegu og partýhressu fólki;) Takk fyrir mig!:) Svo skutlaði ég Erlu Dan á Hvítahúsið þegar ég fór heim og svo hvarf síminn minn á dularfullan hátt. Eftir að hafa kallað út lögreglu, slökkvilið og auðvitað björgunarsveitir á svæðum 1,2,3,4,5,6 til leitar þar sem þetta var nú ekkert eðlilegt með hann að skila sér ekki heim, þá fann Jónína systir hann í dag á mölinni fyrir utan hjá mömmu. Óvíst er með heilsu hans en kortið er þó allavegana fundið. En ef ég hringi ekki í ykkur þá getur verið að einhver símanúmer hafi dottið út sko...hmm.. já sko það getur víst stundum gerst sko ... held ég;o)

Þessa dagana er ég annars á fullu í hestamennskunni með Þokka og Ósk inni á Hvanneyri og á tilraunanámsskeiði hjá LBHÍ, á fullu í BS verkefninu með aðstöðu hjá Veiðimálastofnun sem er alveg dásamlegt og allt hitt auðvitað líka:) eða næstum allt...

Um næstu helgi er svo námsskeið í því hvernig á að detta af baki og um fleiri öryggisatriði í hestamennsku og svo ætla ég að skella mér norður á Telemarkfestival já og skoða smá pínu hross sko. Það eru laus pláss í bílnum ef einhvern vantar far:)
Over and out
Hal
|

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ripley´s belive it or not kynnir...

...annað blogg Hal Animal með örskömmu millibili. Hvers eiga dyggir og þrjóskir lesendur eiginlega að gjalda, þetta hlýtur að leiða til augnskaða á einn eða annan hátt. Allavegana þá eru að byrja próf eða öllu heldur ER að byrja próf því ég er bara að fara í eitt núna á þessarri vertíð. Þá er nú alveg tilvalið að taka íbúðina í gegn og þvo og skeina allt sem hægt er að þvo og skeina já og auðvitað gera allt annað sem telst til lífsnauðsynlegra hluta eins og að fylla frystinn af grænmetisbuffum og öðru ljúffengu. Já, kæru vinir nú er kominn tími tilraunadýranna svo þið sem hafið skráð ykkur sem tilraunadýr (reyndar bara einn enn sem komið er...takk Jolli:)) getið farið að búast við matarboðskorti.
Síðasta helgi var alveg dásamleg og vel þess virði að skrifa um hér. Hún gekk einhvern veginn upp í alla staði, ég náði að klára allt sem ég ætlaði að klára, hitti fullt af dásamlegu fólki, ég gleymdi heldur ekki að taka með tannbursta, nærbuxur, sokka og hárbursta sem yfirleitt gerist þegar ég skrepp milli landshluta only in Ripley's belive it or not.
Helgin byrjaði á allskyns stússi á föstudeginum og laugardeginum m.a. kíkja á Veiðimálastofnun í Rvk vegna BS verkefnisins og prjóna já prjóna takk fyrir gjöf handa Völu krútt vinkonu minni. Laugardagseftirmiðdaginn fórum við Gerður í útskriftarveislu til Völu því hún var að útskrifast sem master í lögfræði, vá hún er algjör hetja stelpan. Veislan var auðvitað rosaflott og skemmtileg enda ekki við öðru að búast. Svo brunaði ég aftur á Selfoss (þar sem ég hafði bækistöð um helgina) þar sem Inga, David, Kata, Halli og Breki vinir mínir úr Bjsv. Ársæli biðu eftir að komast í Brugghúsið í Ölvisholti. Þau voru ægilega hrifin af Skjálfta bjórnum hans Nonna bró enda er hann rosagóður og ég segi þetta ekki bara af því að hann er bróðir minn sko...:) Káti og Breka þótti ekki leiðinlegt að fá að leika heldur.
Þau fengu svo að gista heima hjá mömmu enda konan á Kanarí og "ég mátti bjóða öllum skólanum að gista", mamma er best í heimi!:) Svo komu Ruth, Auðunn og Týra í heimsókn í morgunverðarhlaðborð. Breka fannst Týra voða spennandi en full stór og þung enda hrinti hún honum bara í leikjum. Pínu skondið. Eftir hádegið fórum við á rúntinn uppí Oddgeirshóla þar sem tilgangurinn var að kynna Breka tilvonandi björgunarhund fyrir furðuskepnum eins og kindum, kúm og hestum. Honum leist nú ekkert á þessi kvikindi og ekki bætti úr skák að ein kindin stangaði hann. En hundarnir voru mjög skemmtilegir fannst honum. Svo var okkur mannfólkinu boðið í rosalegt kaffihlaðborð með vöfflum með rjóma og allskyns fíneríi, ohhh það er svo gott að koma svona á alvöru sveitaheimili. Borgarbörnin voru alveg gáttuð á þessu. Svona er þetta bara í sveitinni, totally lovely! Frá Oddgeirshólum var haldið aftur í Ölvisholt, og Flóaáveitan merkilega skoðuð og þar sáum við risatorfu af löxum sem var bara gaman, skoðuðum jarðskjálftasprungu frá 2000, Urriðafoss í klakaböndum og að lokum heimsóttum við Bobby Fisher. David kærastinn hennar Ingu er frá Slóvakíu og fékk að velja aðeins hvað við gerðum en aðalatriðin voru að sjá hesta og hitta Bobby Fisher. Bobby kallinn sagði nú ekki margt en hann liggur á voða fínum stað í Laugardælakirkjugarði. Um kvöldið komu svo Jónína, Steinn, Kristrún, Gulli og Palli í mat og drógu mig að landi með afgangana af morgunverðarhlaðborðinu og þau auðvitað urðu að horfa á næstsíðasta þátt Forbrydelsen sem eru algjörir snilldarþættir. Þeim fannst það meira að segja spennandi líka þó að þau hefðu ekki séð neinn áður hehehe. Þetta var alveg frábær helgi og er hér með þeim sem tóku þátt í að gera hana svona frábæra færðar bestu þakkir fyrir (ohh væmið:)).

Annars er búið að gerast soldið nýtt í vikunni. Mín járnaði heilan hest í gær og er pínu ánægð með árangurinn, fékk reyndar smá faglega aðstoð hjá honum Magnúsi Ásgeiri krúttpjakki. Skrítið hvernig maður getur bara ákveðið að maður geti ekki gert eitthvað og svo bara alltí einu getur maður það:) Endlaus gleði og hamingja:) Í dag fékk ég svo að prófa að fara á bak ungum graðhesti (á fjórða vetri). Það var líka mjög gaman og var lagt beint inní reynslubankann.

Díses hvað ég blaðra mikið en allavegana þá held ég að það sé Ristilorkunni að kenna. Það er ótrúlega margt að komast í verk þessa dagana og ég mæli með Ristiltvennu og breyttu matarræði (með smá sukki inná milli:)). Allavegana þá líður mér mjög vel og er búin að missa 2 kíló á tveimur vikum þrátt fyrir að vera að éta eins og belja í fóðurkáli fyrir þá sem skilja svoleiðis myndmál...
Jæja nú er ég hætt og farin að læra. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur!
|

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Ótrúlegt en satt...

...þá fann ég hérna gamla bloggsíðu sem mér skylst að sé frá mér sjálfri? Kannast einhver við að hafa lent í þessu? Þetta er svona einsog eitthvað dessjavúú sko... alveg hreint magnað.

Í dag er stór dagur því að í dag byrjaði ég á ristilkúr já elskurnar svona einskonar afturendapípuhreinsun. Á morgun er ég að fara til Póllands með Jónínu Ben. sem ætlar að halda í hendina á mér meðan við prófum stólpípuna saman og svo verða bara allar pípur skolaðar með brennisteini svona eins og aðrar heitavatnspípur (hotpipes) bwahahaha okey kannski smá ýkjur með að blanda Jón.Ben. inní þetta. Allavegana er ég mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Sko ég nebbilega fór til hómópata í Borgarnesi sem taldi að ég væri uppfull af sveppagróðri sem útskýrði ýmsa líðan og einkenni hjá mér og nú ætla ég að hreinsa út ógeðið og er byrjuð á litlum hvítum pillum frá hómópatanum, ristiltvennu, oregano olíu, grapeseed oil, gingko biloba og allskyns skemmtilegum jurtum. Einhvern tímann þá fór ég til kínversks læknis í London sem var sko alvöru alvöru og ég fékk næstum því fullan ruslapoka af allskyns pínulitlum jurtapillum og átti að taka að mig minnir um 70 slíkar á dag. Þá fékk ég hausverk, magaverk og allskyns önnur einkenni og hætti að taka þetta. Samkvæmt hómópatanum þá er þetta víst það sem gerist þegar líkaminn er að virka og hreinsa sig að maður getur orðið hálfveikur og verkjaður í einhverja daga. Þannig að nú er tilraun númer tvö. Reyndar þýðir lítið að bjóða mér í mat og þannig næsta mánuðinn því ég má ekki alveg borða hvað sem er... en kannski býð ég einhverjum í mat hehehe sko í ógeðsmat, grænmeti, pillur og oregano olíu og þannig.....
Vá lengsta færsla í mörg ár! Kveðja, Hal
|

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Ný færsla
|

sunnudagur, október 28, 2007

Ný færsla

Ef ekki verður komin ný bloggfærsla innan viku þá má ég hundur heita t.d Snati, Lappi eða önnur sígild hundanöfn. Hægt er að kæra ef ekki birtist bloggfærsla. Kærur verða þó að berast innan tveggja vikna frá tilskyldum bloggfærsluskilatíma annars lenda þær í arninum (hmm sennilega fleiri ernir á Hvanneyri) eða erninum og nú ef í harðbakkann slær þá pakka ég brauði inní þær og gef hestunum. ONO (over n out) Hal
|

sunnudagur, september 23, 2007

Hmmmmmmmmjá...

...var að velta því fyrir mér að einfaldlega hætta að blogga...! Hvernig hljómar það? Þessar vangaveltur koma fram sökum þess að hér inn festist mjög lítið af bloggi nema kannski einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Einhverra hluta vegna eru samt alltaf einhverjir sem kíkja hérna inn, magnað! Hvað veldur því að fólk kíkir á blogg sem gerist aldrei neitt á, er það kannski vegna þess að örsjaldan, eins og núna, gerist eitthvað jafnvel eitthvað ómerkilegt. Kannski er það þessi von , hugsanlega spenna, gleði yfir lífsmörkum, ánægja með að fólk uppskeri laun erfiðisins og tímasóunar með ofurlítilli færslu. sem fær fólk til að líta á aftur og aftur á lítt virkar bloggsíður sem þessa hérna. Express your feelings, kjútís!
Með vinsemd og virðingu
Hal
|

laugardagur, júní 30, 2007

Baráttufundur í Flóanum 28.. júní 2007

Sól í Flóanum, áhugahópur um verndun Þjórsár heldur baráttufund við Urriðafoss á sunnudaginn 1. júlí kl. 15:00. Náttúruunnendur, áhugafólk um verndun fossins og Flóamenn allir eru hvattir til að mæta og sýna þannig hug sinn. Fólki er bent á að sameinast í bíla eins og kostur er, nota bílastæði fjær fossinum, koma gangandi, á reiðhjóli eða ríðandi eða gera annað það sem kemur í veg fyrir bílastæðavandamál.Dagskráin verður stutt og hnitmiðuð, nærveran við fossinn verður aðalatriðið. Sól í Flóanum.

Þeim sem vilja sjá Þjórsá allt upp í Þjórsárdal er bent á að opinn sumarbústaður verður í Hagalandi um helgina hjá Guðbjörgu Friðriks og Sigurði L. Einarssyni. Þau bjóða kaffi og náttúruskoðun frá hádegi. Upplögð byrjun á góðum baráttudegi við Þjórsá.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Reykjavíkurakademían, Hringbraut 121, 107 Reykjavík - S: 551 2279 Netfang: nsi@mmedia.iswww.natturuverndarsamtok.is
|

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Hér koma nokkrar myndir úr brúðkaupi Benna og Höllu sem giftu sig fyrir stuttu í Skjólbeltunum hér á Hvanneyri. Mjög falleg athöfn!:)



Halla og pabbi hennar koma í hestvagni

Valdi Reynis. var ekill eða meðlabbari af því það var svo mikið rok


Sjálfur alsherjargoðinn gaf þau saman. Þarna sjást Benni, Álfsól, goðinn og Halla í einhverri seremóníu sem enginn heyrði í...


Goðinn með staupið góða sem hann notaði óspart, bæði til að drekka úr og hella úr og gefa brúðhjónunum.

Halla fær smásopa en ekki mikið af því hún er með leynifarþega...

Loksins orðin gift

And they lived happily ever after. Þarna eru þau á leiðinni í partý á Indriðastöðum sem stóð langt fram á nótt og var geðveikt skemmtilegt.

Þetta listaverk var gert af nýstofnuðum Listamannahóp sem kallar sig H (í öðru)ER(í öðru) og heitir Fljúgandi lopapeysur og fengu hin nýgiftu þetta í gjöf.
|
Hér koma nokkrar myndir sem náðust fyrir Grímuballið 2007


Björk Harðar í gervi Guðrúnar Bjarna

Björk og Siggi Frigg í gervum Guðrúnar og Valda


Sunna sló í gegn sem Eiríkur Hauks.

María Theó og Sigurborg brugðu sér í gervi franskra þjónustustúlkna


Ég og Mattý (sem vantar á myndina) vorum Zorro yngri og eldri
|

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Jæja þá er bloggdvalinn búinn...

...og náttfötin reyndar löngu hætt að vera fastur samastaður fram til klukkan 10:00 á morgnana. En það kom svona náttfatatímabil hér í byrjun árs sem var alveg dásamlegt á sinn hátt en ekki sérlega vænt til þarfra verka eins og lærdóms, tiltektar, þorrablótunar, hestamennsku og annarrar íþróttaiðkunar.
Síðan síðast er margt búið að gerast, ég fór á photoreading námsskeið á Bifröst sem var mjög gott en ég hef ekki haft tíma til að æfa mig í hraðlestri síðan þá hversu vitleysislega sem það hljómar. Eina helgina fór ég með 2 fullgildum félögum og 4 unglingum í gönguferð í Langavatnsdal. Þar var á föstudagskvöldinu gengið inní gangnamannakofa Álfthreppinga, á laugardeginum var svo gengið sem leið eftir láglendi að stíflu einni klakabrynjaðri og yfir Langavatn í Torfhvalastaði þar sem kofi Borghreppinga er og gist þar. Á sunnudeginum var farið sem leið lá yfir í Svignaskarð. Sjá ferðasögu á http://www.bjsvbrak.is/ og hjá Súper Maríu. Þetta var dásamleg ferð með blíðskaparveðri þótt kalt væri.
Aðra helgina skellti ég mér á Þorrablót í Þingborg með Hrafnhildi, Ragnari og Atla. Við gistum heima hjá Hrafnhildi á Litla-Ármóti. Það var nú aldeilis gleði og gaman þar sem étinn var harðsvíraður hákarl og fleira gómsæti, fylgst með gríni afar vel gerðu af sveitungunum og tjúttað frá sér allt vit. Þegar heim var komið var ekki farið að sofa heldur stuttu seinna í fjósið sem var hreint út sagt dásamlegt. Þar fékk gamla sveitastelpan að mjólka, gefa kálfunum og þám kenna einum litlum að drekka úr fötu. Hefði ekki viljað missa af þessu fyrir fimmaur, alveg til að bjarga árinu. Svo hafa orðið þau sögulegu tímamót í hestamennskunni að ég er komin á annan taminn hest. Hann Þokki minn þessi elska tók uppá ýmsum dintum núna eftir áramót svona eins og að rjúka úti og inni á ólíklegustu tímum. Þetta var ekki sérlega vinsælt af samnemendum mínum. Þrátt fyrir að vera búin að ná jákvæðum tökum á honum að þá var ekki skynsamlegt að hafa hann áfram í tímunum þar sem ekki var alveg hægt að treysta honum til að hegða sér á hestsæmandi hátt. Svo í morgun áttum við saman síðustu stundirnar við að draga undan og rölta út í girðingu þar sem klárinn var sérdeilis glaður og hress með að sleppa út eftir laaaanga inniveru. Í gær vorum við að fara á bak tamningatryppunum í fyrsta skipti og hún Lydía litla sem ég er að temja var ekki alveg sátt við hnakkinn og hvað þá litla barnið sem var að labba í reiðhöllinni sem hræddi úr henni líftóruna. Svo fór ég á bak henni sem var allt í lagi fyrst en þegar fyrstu skrefin voru tekin að þá kom nú aldeilis fjör í kellu og hún hoppaði og skoppaði nokkrum sinnum en sem betur fór var kennarinn til staðar og passaði uppá að allt færi vel að lokum. Þetta fannst mér nú frekar fyndið að endilega þurfti merin hjá mér að láta svona þegar allir hinir voru ofboðslega þægir. Fékk smá flashback frá henni Kleópötru prinsessu:) En viti menn, í dag þegar ég fór á hana þá var hún ljúf eins og lítið lamb, þvílík og endalaus hamingja og gleði:o)
Um helgina fór ég með skólafélögum mínum norður í Húnavatnssýslu til þess að athuga hross til láns. Nánar tiltekið með honum Magnúsi frá Stóru-Ásgeirsá og Kristínu frá Vestmannaeyjum. Heima hjá Magga fékk ég að prófa 2 kostamerar og sjá mikla gæðinga og hitta fyrir mikil góðmenni. Núna er komin í stað Þokka gemlings ein brún meri sem heitir Ósk. Þess má geta að Lydía er líka brún. Þetta er ár hinna brúnu hrossa!!! Annars er mjög mikið að gera í skólanum þessa dagana og því ekki mikið bloggað en það mun gerast einhvern tímann...
Svo koma hér nokkrar myndir úr norðurferðinni.

Hér erum við Ósk

Hér erum við Maggi, flotti hjálmurinn er frá Elíasi pabba hans

Við Kristín
Maggi fer á Melbrá
Geggjað flott meri

The end!

|

laugardagur, janúar 13, 2007

Hér með tilkynnist það...

...að ég er flutt inní Bleikköflóttnáttföt 42 og tek ekki á móti gestum. Innflutningspartí og innflutningsgjafir vinsamlegast afþökkuð sökum plássleysis...
|

mánudagur, janúar 08, 2007

Prófin búin og ný önn að byrja...

...en ef ég þekki þennan skóla rétt þá fara önnur próf að byrja bráðum... Helgin var mjög skemmtileg. Á föstudag fór ég í tvær fjölskylduheimsóknir sem var mjög frábært enda finnst mér fjölskyldan mín nær og fjær æðisleg:) Eftir langt og skemmtilegt samtal við Rúnu frænku í Borgó áðan þá komumst við að sameiginlegri niðurstöðu um það að við ættum frábæra fjölskyldu og það sem meira væri þá væru líklega allir fjölskyldumeðlimir sammála um þetta líka HAHAHA... Svo fór ég í heimsókn til Erlu í Innri Njarðvík í nýja húsið þeirra, ómg hvað það er flott hjá þeim og þau frábær. Á laugardeginum var ég í flu geldasölu sem var alveg ágætt nema hvað úttektin var töluverð í flu geldum og það er leiðinlegt að skjóta upp einn. Svo ég fór uppí Ölvisholt og fékk þar frábæra drengi þá Huga og Elías ásamt móður þeirra til þess að vera áhorfendur að flugel dasýningunni. Það fannst þeim sko ekki leiðinlegt. Elías sigraðist á flugeldahræðslunni og ætlaði aldrei að hætta að hlægja, bara fyndnir bræður.
Á sunnudag komst ég í aðeins fleiri skemmtilegar heimsóknir m.a. til Ásgeirs. Það var gaman að sjá hvað hann er farinn að verða hress. Það er löng leið að fullum bata ennþá en þetta er allt á uppleið.
Um næstu helgi er svo ferð með Bjsv.Brák í Langavatnsdal, sýnist nú stefna í að það verði töluverður snjór eins og síðast þegar við fórum. Það var nú eiginlega bara nokkuð sniðugt hvað snjórinn var djúpur, hann var alveg klofdjúpur á köflum. Amk góð æfing!

Hef stundum verið að spá í því við keyrslu á þjóðvegum landsins hvaða fólk það er sem maður mætir, hvaðan það er að koma og hvert það er að fara. Það bara brunar framhjá án þess að vinka eða kynna sig enda ekki mikill tími kannski til slíkra tjáskipta. Langar líka oft til þess að hrósa fólki sem stendur sig vel í umferðinni, s.s. gefur alltaf stefnuljós, blikkar aðra með bremsuljósum þegar eitthvað óvænt er framundan, hleypir framúr á góðum stöðum o.s.frv. Að sama skapi langar mig oft til þess að gretta mig illilega framan í þá ökumenn sem stofna lífi annarra í hættu með ofsafengnum frekjuakstri og frenjugangi, gefa aldrei stefnuljós, vinka aldrei tilbaka, svína í veg fyrir aðra á slæmum stöðum o.s.frv.
Með þessu skriferíi er ég ekki að segja að ég sé barnanna best (best of the babies) þar sem ég brýt stundum örlítið umferðarreglurnar t.d. með gleymsku á stefnuljósagjöf og ýmsu öðru. En endilega take my advise I´m not using it...
Verum góð við hvort annað í umferðinni, brosum til náungans, vinkum fólki, merkjum bílana eins og vörubílsstjórar með nafni, hættum að keyra eins og hálfvitar og síðast en ekki síst málum hippablóm á bílana okkar. ÞAÐ EIGA ÖLL DÝRIN Á VEGINUM AÐ VERA VINIR!
over and out
hal
|

miðvikudagur, janúar 03, 2007
















Meiri próf...

...er ekki hægt að leyfa manni að sleppa einu sinni með að taka próf? En allavegana þá verður þetta síðasta prófið í bili. Fyrir þá sem fengu ekki jólakort þá er meðfylgjandi mynd til þeirra með kærri kveðju frá jólasveinunum Þokka, Stúfi og Kleópötru. Oooooooog síðast en ekki síst:

GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA, MEGI ÞAÐ SEM GENGIÐ ER Í GARÐ VERÐA YKKUR FARSÆLT MEÐ GLEÐI, FRÖNSKUM (kossum), GÓÐU VEÐRI OG HAMINGJU!!!

Áramótaheitið mitt verður einfalt, hætta að reykja eins og síðast enda mjög auðvelt að standa við það, kannski spurning um hvort maður ætti að hætta óbeinum líka og svo vera duglegri að læra í skólanum... byrjar ekki of vel enda erfðafræði ótrúlega þreytandi fag:). En aðal áramótaheitið er að taka þátt í hálfmaraþoni í sumar enda kominn tími til og er það á stefnuskránni að æfa fyrir það og ekki drekka dropa bjór daginn fyrir hlaup. Nóg komið, nú er ég farin að læra.

over and out
|

laugardagur, desember 16, 2006

Það verða jólatré og...

...meiri jólatré til sölu fyrir jólin í Ölvisholti sem er 12 km austan við Selfoss. Ef ykkur vantar æðislegt, sérstakt, fallegt draumatré með skemmtilegan karakter þá er þetta málið. Komið, leitið, veljið, finnið og sagið eða takið með rótum jólatréð ykkar. Njótið útiveru og upplifið jólastemningu í holtinu í Flóanum. Ótrúlega frábært verð fyrir góða ferð!:o) Heppnir gætu hugsanlega fengið leiðsögn um staðinn eða jafnvel kakó og smákökur en samt ekki loforð:o) Amk ekki uppí ermina þar sem það fer eftir stund og önnum. Upplýs. í síma 6990717 (Halla). Betra samt að hringja eftir 19.des því þá er síðasta prófið en Nonni bróðir og fjölskylda eru að leiðbeina fólki þangað til.

Á sama stað er einnig hægt að fá ótrúlega góðar málaðar 200ltr. málmtunnur með loki eða skrúftöppum. Endalausir notkunarmöguleikar, t.d. sem blóma eða trépottar, ruslatunnur, fyrir skíði og bretti þar sem vantar bílskúr, fiskabúr, óhrein föt þar sem sjaldan er þvegið, óþekka krakka, maka, vini og gæludýr og svo margt, margt fleira. Leiðbeinandi verð fyrir bæði tunnur og meter á trjám er 1200.- en jafnvel hægt að prútta uppá afríska mátann... Amk ef brugðið er fyrir sig swahili eða bimbe... Upplýsingar í sama símanúmeri og hér að ofan og helst ekki fyrr en eftir hádegi 19.des:o)

Á sama stað eru einnig höfuðstöðvar hins framsækna fyrirtækis Ísplantna sem sérhæfir sig í lífrænu plöntutei og plöntuhylkjum. Sjá heimasíðu Ísplantna. Í Ölvisholti er hægt að fræðast um fyrirtækið og framleiðslu þess frá fyrstu hendi. Þessar íslensku plöntur eru svo sannarlega magnaðar...

Þá er sölumennsku.is á blogginu lokið en endilega látið vini, vinnufélaga og ættingja vita af þessum frábæra kosti fyrir jólin:o) Að heimsækja friðinn og kátínuna í sveitasæluna:)
|
Já, þess er óskandi...

... að Ásgeir sé nú kominn yfir mestu baráttuna og leiðin liggi bara uppávið. En ef þið hafið fylgst með líðan hans að þá hafið þið séð að baráttan fyrir lífinu og bata hefur verið mjög hörð. Ótrúlega mikið sem hann er að ganga í gegnum. Það verður bara að halda áfram að senda góða strauma, ljós og biðja fyrir bata. Hann er svo frábær manneskja og á allt það besta skilið ekki síst góðan bata.

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru komnar myndir inn á myndasíðuna mína:
Myndir úr jarðfræðiferðalagi
Kerling og Lofthellir
Veiðiferð í Laufdalsvatn o.fl.
Girðingarvinnumyndir
Danmerkurferð
Hvalaskoðunarferð með Hafsúlunni
Hellaferð í Leiðarenda

Nú eru próf í gangi og lítið annað að gerast þess utan. Fjölskyldan, vinirnir og hestarnir fá næstum minnstu mögulegu alúð, og björgunarsveitin líka en sýndi smá lit í dag með nokkurra tíma bílastæðaábendingum við Húsasmiðjuna. Verð búin í prófum 19.des og ætla að fara heim þá. Óvíst er hvort jólakort berist fyrir þessi jól, mögulega gætu þau komið milli jóla og nýárs eða á nýja árinu eða jafnvel ekki. Búálfurinn er samt búinn að lofa að skrifa nokkur. Ég reyndar fann nokkur hálfkláruð og nokkur sem aldrei voru send á síðasta ári. Hver veit nema einhver fái tvö hahaha... Tel samt líklegra að þau verði heldur færri en eitt... Já það er sem sagt mikil röð og regla á jólakortaskrifum hjá mér þessi síðustu ár. Kannski það verði opna, lesa, svara aðferðin sem stundum hefur svínvirkað vel HVER VEIT?:O)
Elskykkur
Hal
|

mánudagur, desember 04, 2006

Dronning Margrét...

...fær aðeins meiri umhugsunarfrest fyrst hún er ekki búin að svara bréfinu ennþá. Hún hlýtur nú að vera búin að lesa það, ég meina halló er hún ekki að lesa bloggið mitt eða? Og hvað með þau Ólaf Ragnar og Dorrit, þetta er nú eftir allt opinbert bréf... Mér líst líka vel á að skella bjórnum, námsstyrkjunum, vegunum og vindmyllunum inní þetta Lilja:)

Fyrir þá sem þekkja hann Ásgeir Sæm. í Borgarnesi góðan vin minn og svo margra annarra þá var það hann sem lenti í kite dreka slysinu í Svignaskarði og slasaðist lífshættulega. Hann er ennþá á gjörgæslu og ef þið hafið smá pláss fyrir hann í bænunum ykkar þá bið ég ykkur um að senda honum góða strauma fyrir bata. Fréttir af líðan hans má finna á www.bjsvbrak.is

Slysið sem gerðist á Suðurlandsvegi um helgina var mjög hræðilegt og sorglegt og votta ég fjölskyldum þeirra og vinum sem létust innilega samúð. Það var óneitanlega furðuleg tilfinning að heyra nöfnin á þeim sem létust í slysinu á Suðurlandsvegi um helgina. Sama dag og Ásgeir lenti í slysinu fyrir rúmlega viku, lést maður í kajakslysi í Hvalfirði sem hét líka Ásgeir. Maðurinn sem lést í slysinu á Suðurlandsvegi hét Ásgeir. Litla stúlkan sem lést var Ásgeirsdóttir en ekki dóttir mannsins sem lést; í fréttunum var sagt að hún hefði verið með pabba sínum í bíl þá heitir hann væntanlega Ásgeir. Á viku lenda amk 4 Ásgeirar og tvö Ásgeirsbörn í slysum. Þrír af þeim eru einhleypir og barnlausir. Það eru bara 1062 sem heita Ásgeir á Íslandi eða 0,3% þjóðarinnar. Hvað er eiginlega að gerast?
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?