Sannleikur hversdagsins

mánudagur, janúar 31, 2005

Gleðifréttirnar eru þær...

...að tölvan mín var ekki ónýt. Tölvuviðgerðarkallinn hringdi í mig og baðst afsökunar á því að hafa verið að lýsa fyrir mér annarri tölvu sem var öll í hakki. Mín var bara allt í lagi nema hvað það þarf að setja meira minni í hana... Þarna græddi ég 120 þúsund kall :o)...nanananana

Á laugardaginn labbaði ég ásamt því snilldarfólki Ásgeiri úr Borgarnesi og Oddnýju af Akranesi upp á Akrafjall. Það var ágætisvindgjóla og í mestu hviðunum varð maður að halda sér í nærliggjandi grjót, bara fyndið. Á toppnum bakaði Ásgeir svo pönnukökur sem var algjör snilld og það var sko sykur, bláberjasulta, rjómi og súkkulaðirúsínur með. Geri aðrir betur!!!:) Tvímælalaust bestu pönnukökur sem ég hef smakkað...:o)
|

mánudagur, janúar 24, 2005

Fjölskyldan þakkar...

...allar samúðarkveðjurnar. Lúísa biður að heilsa.

Það er helst í fréttum að tölvan mín er sama sem ónýt, sjónvarpið mitt gerir alla mjög ílanga og ljóta, ég held að það sé að reyna að tolla í tískunni við að photoshoppa fólk. Reyndar mjög fyndið þegar ástandið í sjónvarpinu var að byrja þá var ég að horfa á bíómynd og hélt að allir leikararnir væru svona hrikalega ófríðir. Svo fór ég í heimsókn og sá að svo var ekki, heldur var sjónvarpið farið að klikka. Bíllinn er eitthvað skrítinn og kannski bara ég líka:) Ótrúlegt hvað allt kemur á sama tíma.

Skólinn er ágætur, ég veit núna að "til þess að ná árangri sem blaðlús" þarf maður alltaf að vera tilbúinn að æxlast eftir aðstæðum, kynbundið eða kynlaust. Í líkama okkar er um 1,2kg af bakteríum og sveppum :o) ojbara og ef maður finnur svepp sem heitir jötungíma að þá er það "sérstök hátíðarstund":o) Það er hann Björn grasafræðikennari sem tekur oft mjög skemmtilega til orða og kemur með áhugaverð dæmi.
|

föstudagur, janúar 21, 2005

Enn einar sorgarfréttirnar...

...Hummer er látinn. Eftir að hafa verið undir frábærri umsjá Benna og Höllu Hvanneyringa við matargjöf og leik yfir hátíðarnar að þá stytti hann líf sitt.
Þegar ég kom heim úr Reykjavíkurómenningunni með lítinn appelsínugulan eplasnigil sem heitir Lúísa Matthíasdóttir, þreif ég búrið og ekki sást annað en Hummer væri í góðum gír með það að fá leikfélaga í stað Kjarvals svo ég lagðist áhyggjulaus til hvílu. Svo um morguninn var Hummer ekki í búrinu heldur hafði farið niður á hillu, skrifborð og gólf og skriðið alveg að dyrunum í gegnum allt draslið (ca.3m). Þar lá hann örendur. Snökt, síðan er ég búin að vera óskriffær síðan þar sem hann var minn aðalinnblástur við bloggskriftir. Síðustu myndirnar af Hummer og Kjarval í lifanda lífi verða birtar þegar ég fæ tölvuna mína aftur, vonandi í næstu viku.

Annars er mjög brjálað að gera þessa dagana. Var að vinna öll jólin like a loony til að eiga fyrir hinum og þessum nauðsynjahlutum eins og 4urra helga Wilderness first responder námsskeiði sem ég er á núna. Það þurfti nottúrulega að lenda á stuttönn í skólanum sem er sérstaklega mikið að gera...
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?