Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, apríl 25, 2006

"Sumar nei vetur ehh kannski sumar eða bara vetur eða reyna vor æ ég veit ekki...?"
Alveg er ég sannfærð um að veðurguðinn mikli sé með mikinn valkvíða. Hann virðist vera í miklum vandræðum með að ákveða hvernig árstíð hann ætlar að hafa á degi hverjum. Hann hlýtur að vera orðinn ástfanginn... Það hefur verið rannsakað að karlkynið á erfitt með ákvarðanatökur þegar hugsanir þeirra eru gagnteknar af hinu kyninu og kannski sínu eigin...
Reyndar er það fínt að fá snjó og smá hálku öðru hverju því þá hefur maður ennþá smá afsökun fyrir því að vera að draga það að fá sér sumardekk...

Hvanneyri í augum annarra
Fyrir síðustu helgi komu vinkonur mínar í saumaklúbb á Hvanneyri sem hafði aldrei gerst áður:) Boðið var uppá skoðunarferð um staðinn, í fjósið, til gríssins Bónusar, að tjörninni og um alla skólabygginguna. Það var ekkert smá gaman að fá þær í heimsókn og líka það að sjá Hvanneyri með þeirra augum. Bónus átti hug og hjörtu þeirra og var hún kölluð krúttpjakkur en svo fannst þeim staðurinn æðislegur. Já, staðurinn er frábær en lengi má gott bæta.

Kröfuganga-málþing-deiliskipulag
Þessa dagana er allt í gangi hér á Eyri Hvannarinnar. Í gær fór Áhugafólk um betri Hvanneyri í létta kröfugöngu í anda franskrar byltingar um Hvanneyri þar sem áhersla var lögð á bætingu göngustíga, lýsingu og almennt öryggi í umferð og umhverfi. Um morguninn hafði verið komið fyrir áminningu um að aka varlega þegar komið var inn á staðinn, settir viðvörunarborðar um brunn og skurð í næsta nágrenni. Um kvöldið var haldið málþing um umhverfismál á Hvanneyri undir heitinu Hvað er Hvanneyri? þar sem farið var í að skapa jákvæðar umræður um staðinn og framtíð hans. Þar voru samankomnir íbúar, nemendur, helstu hagsmunaaðilar og ráðamenn. Þetta var gott og þarft málþing og mun áreiðanlega verða til þess að þessi frábæri staður sem við búum á hérna verði ennþá frábærri:)
Í kvöld verður svo kynnt breytt deiliskipulag. Það verður spennandi að sjá hvort það muni verða í þeim anda sem sveif svo skemmtilega yfir í gær.

Fiskar án þunglyndis - ný framtíð
Jæja, það er helst að frétta af fiskunum að ættmóðirin sem var búin að eignast seiði löngu eftir að kallinn lést eignaðist seiði í síðustu viku aftur. Þessi undrafiskur er sem sagt þeim hæfileikum gæddur að eignast seiði eingetin eða þá að geyma sæði til betri tíma. Eftir að ég tók seiðin frá henni og setti þau í seiðabúrið (sem er stærra og flottara) þá horfði hún á mig með þessum þorsksvip sem náttúrulega bræddi mig og við skildum hvor aðra. Henni leiddist að vera ein í búri sem sagt. Þá lét ég einn snigil og 3 stór seiði sem eru víst ekki seiði lengur í búrið til hennar ásamt slurk af geðlyfinu hennar (aloa vera seyði) og viti menn hún hefur ekki verið svona hamingjusöm síðan hún var lítið skítseiði sjálf í stórum ástríkum systkinahópi. Nú er allt fallið í ljúfalöð í fiskabúrunum tveimur og fiskarnir sem nú eru orðnir um 15 biðja kærlega að heilsa út í hinn stóra heim fyrir utan þeirra litla heim í glerbúrunum...

over and out
|

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Back to reality...

Þá er skólinn aftur byrjaður þrátt fyrir að páskafríið hafi rétt verið að byrja. Var að vinna í viðarnýtingu næstum alla páskana sem var mjög hressandi. Jana megapæja og dugnaðarforkur kom og hjálpaði sem og Nonni bróðir. Takk:) Enda varð árangurinn eftir því (sjá mynd).

Fór út að hjóla í morgun og þegar ég kom út á veg þá sá ég hvíta þúst á nærliggjandi túni, svo þegar ég kom nær sá ég augu og trýni. Þetta var sem sagt lítill, hvítur rebbalingur sem var að reyna að "fela sig" í fölgulu túni. Ekki alveg að virka hjá greyinu...:) Svo þegar hann sá að ég vissi af honum þá hljóp hann í burtu. Algjört krútt. Því miður náði ég ekki að taka mynd af honum en tók mynd af einni grárri sætri meri í næsta nágrenni.



|

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Sjálfboðaliðar velkomnir í...

...skógarvinnu í Flóanum um páskana:) Boðið uppá rauðvín og bjór í staðinn eftir vinnudag!!!

Það var sem sagt verið að grisja skóginn heima í Flóa. Var búin að gera mér grein fyrir því að ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta er mikið af timbri:) En eftir að hafa gengið um skóginn í dag þá já þetta er mjöög mikið svo ef einhver stefnir í að láta sér leiðast um páskana en langar að gera eitthvað annað meira hressandi og gefandi þá endilega hafið samband:)
|

sunnudagur, apríl 09, 2006

Komnar myndir...

Það eru komnar myndir úr skíðaferðinni norður.

Um þarsíðustu helgi fóru meðlimir úr Útivistarklúbbnum á Hvanneyri með í fjölskylduferð á Langjökul á vegum Bjsv.Brákar. Það var ekkert smá fjör. Fyrst var farið upp á Geitlandsjökul þar sem stórir og smáir fengu að láta draga sig aftan í vélsleða. Svo var skíðað og sleðað niður Geitlandsjökulinn og farið í íshellana þar sem var grillað. Svo fór hluti hópsins áleiðis í Þursaborg en hinir fóru uppá Hábungu og sumir renndu sér niður 5,8km langa brekku. Eftir þessa frábæru ferð skellti ég mér í frábært frænkupartí í Grímsnesi. Myndir...

Um síðustu helgi héldum við sem ætlum í námsferð í sumar grímuball á Indriðastöðum. Það var baara fjör. Myndir...
Daginn eftir fórum við Björk, Sunna og Bái í heimsókn að bænum Háafelli í Hvítársíðu. Þar er nokkuð stórt geitabú og oh mæ god hvað ég væri til í að vera geitabóndi, GEITUR ERU ÆÐI! Þar ægði saman allskyns dýrum og þetta var algjört ævintýri að koma þarna og geiturnar eru algjörar kelirófur. Myndir...

Nóg um það... veit einhver hvernig maður fær færslurnar til að vera samhliða listunum til hægri á skjánum???


|

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Góðum hlutum seinkar ofan á að vera seinir...

...því einhverra hluta vegna liggur myndasíðan niðri sem stendur en með jákvæðum hugsunum hlýtur hún að lifna við bráðlega:) En þess í stað set ég hér smá sýnishorn í staðinn.

















































































|

mánudagur, apríl 03, 2006

Góðir hlutir gerast seint...

...en það er alveg að fara að koma fullt af myndum inná myndasíðuna og hugsanlega smá blogg;) Vísbendingar: íshellar - Kermit froskur - geit.

...over and out!!!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?