Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Mótmælandinn Hummer
Jæja þá er kerfið búið að liggja niðri í nokkra daga og ég get ekki gefið aðra skýringu en þá að álagið hafi verið svo mikið og margir að lesa bloggið mitt.... MOHAHAHAHAHAHAHA en þetta verður komið í samt lag eftir smá. Önnur skýring: tja ætli mar hafi ekki ýtt á eitthvað kvikindi sem át bloggið mitt með húð og hári.
Hummer er búinn að vera óvenjuiðjusamur undanfarið. Hann er búinn að vera að þvílíkt að æfa sig í klónum. Soldið fyndið að fylgjast með honum þar sem hann er búnn að vera að bera 3 litla steina í einu alveg í hinn endann í búrinu (ca15cm) því hann er að rembast við að búa til holu fyrir sig undir litlum steinum. Ég setti hann í glas um daginn sem hann komst ekki uppúr en var á fullu að reyna það þar sem ég sat við skrifborðið. Svo á endanum horfði hann á mig og benti mér á það á kló"fingra"máli að hann vildi komast í búrið aftur. Ekkert smá fyndið.
Í morgun vaknaði ég soldið seint og var að flýta mér mikið en leit í búrið og viti menn guttinn var stunginn af. Ég leitaði út um allt en hvergi sást Hummer. Svo fór ég og náði í vasaljós og fór að lýsa undir allt og loks fann ég hann undir ofninum þar sem hann var að fela sig. Að sjalfsögðu hélt ég að hann væri dauður þar sem hann stóð eins og þurrkaður hermaður í fullum herklæðum en svo hreyfði hann sig loks þegar ég setti undir hann blað og setti í búrið aftur. Veit ekki alveg hvort hann var að mótmæla húsnæðisleysinu, nýja fiskamatnum sem flýtur bara, karl/kvenmannsleysinu eða hvað... Það verður fróðlegt að vita hverju hann tekur uppá næst. En það er gott að eiga svona harðger gæludýr sem þola að detta margfalda hæð sína, þola vatnsleysi í einhvern tíma og borða lítið. En spáið í því, ég bað um fiskamat fyrir humar og snigil og stelpan lætur mig hafa fiskamat sem flýtur...HALLÓ... þessi gæludýr eru nú ekki að synda mikið um heldur eru þau háð því að maturinn sökkvi... Hún er örugglega með ofnæmi fyrir skeldýrum og ætlar að útrýma þeim með þessarri illræmdu aðferð...svelti!
Jæja best að demba sér aftur í stressið. Það eru svo mörg verkefni sem ég á eftir að klára að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Svo þarf ég að undirbúa mig fyrir gönguferð á morgun þar sem ég verð að leiðsegja gömlum vinnufélögum úr sjúkraþjálfun Landakoti um Selvog og út í Þorlákshöfn. Það verður án efa skemmtilegt.
Vúbbí...
|
Jæja þá er kerfið búið að liggja niðri í nokkra daga og ég get ekki gefið aðra skýringu en þá að álagið hafi verið svo mikið og margir að lesa bloggið mitt.... MOHAHAHAHAHAHAHA en þetta verður komið í samt lag eftir smá. Önnur skýring: tja ætli mar hafi ekki ýtt á eitthvað kvikindi sem át bloggið mitt með húð og hári.
Hummer er búinn að vera óvenjuiðjusamur undanfarið. Hann er búinn að vera að þvílíkt að æfa sig í klónum. Soldið fyndið að fylgjast með honum þar sem hann er búnn að vera að bera 3 litla steina í einu alveg í hinn endann í búrinu (ca15cm) því hann er að rembast við að búa til holu fyrir sig undir litlum steinum. Ég setti hann í glas um daginn sem hann komst ekki uppúr en var á fullu að reyna það þar sem ég sat við skrifborðið. Svo á endanum horfði hann á mig og benti mér á það á kló"fingra"máli að hann vildi komast í búrið aftur. Ekkert smá fyndið.
Í morgun vaknaði ég soldið seint og var að flýta mér mikið en leit í búrið og viti menn guttinn var stunginn af. Ég leitaði út um allt en hvergi sást Hummer. Svo fór ég og náði í vasaljós og fór að lýsa undir allt og loks fann ég hann undir ofninum þar sem hann var að fela sig. Að sjalfsögðu hélt ég að hann væri dauður þar sem hann stóð eins og þurrkaður hermaður í fullum herklæðum en svo hreyfði hann sig loks þegar ég setti undir hann blað og setti í búrið aftur. Veit ekki alveg hvort hann var að mótmæla húsnæðisleysinu, nýja fiskamatnum sem flýtur bara, karl/kvenmannsleysinu eða hvað... Það verður fróðlegt að vita hverju hann tekur uppá næst. En það er gott að eiga svona harðger gæludýr sem þola að detta margfalda hæð sína, þola vatnsleysi í einhvern tíma og borða lítið. En spáið í því, ég bað um fiskamat fyrir humar og snigil og stelpan lætur mig hafa fiskamat sem flýtur...HALLÓ... þessi gæludýr eru nú ekki að synda mikið um heldur eru þau háð því að maturinn sökkvi... Hún er örugglega með ofnæmi fyrir skeldýrum og ætlar að útrýma þeim með þessarri illræmdu aðferð...svelti!
Jæja best að demba sér aftur í stressið. Það eru svo mörg verkefni sem ég á eftir að klára að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Svo þarf ég að undirbúa mig fyrir gönguferð á morgun þar sem ég verð að leiðsegja gömlum vinnufélögum úr sjúkraþjálfun Landakoti um Selvog og út í Þorlákshöfn. Það verður án efa skemmtilegt.
Vúbbí...
sunnudagur, apríl 25, 2004
Vúbbí
Vá gott að vera komin með tölvu aftur. Steini stuðbolti tók að sér að flengja skrípið úr tölvunni, held samt að halinn sé reyndar ennþá eftir en ég kemst þó á netið án þess að vera hent út strax.
Síðasta vika var nokkuð skemmtileg.
Hún byrjaði á óvenjumörgum austurísveitferðum nánar tiltekið tveimur, hitti ástkæra ættingja sem leyfðu mér að komast í samband við tæknina þar sem tæknikerfið lá niðri hjá mér. Hitti möogpab sem voru nýkomin frá Noregi, alltaf gaman að sjá þau. Fór í nokkrar skemmtilegar heimsóknir enda kominn tími til, hef gert alltof lítið af því undanfarið.
Á miðvikudeginum fór ég svo ásamt Kristó á slöngubát á eftir Ásgrími S. Björnssyni stóra björgunarbátnum sem innihélt nýliðahópinn og við fórum að gera ýmsar æfingar með þeim myndir.
Á fimmtudeginum var arkað á Esjuna í blíðskaparveðri ásamt Steina, Ingu, Sylvíu og Dísu myndir
Á föstudeginum var brunað austur að Sólheimajökli ásamt Frey sen., Evu og Trygga jr. og farið var í létt ísklifur og æfingar. Sigum þar niður í jöklaniðurfall og klifruðum þar uppúr. Fórum svo enn neðar þar sem var risahellir með einskonar lóni í botninum. Þar voru mixuð myndavélasylla úr ísöxum til að hægt væri að taka hópmynd. Á leiðinni tilbaka hittum við ferðamann sem hafði álpast á jökulinn á gönguskóm einum saman. Hann var vita húmorslaus og fannst ekki fyndið þegar við sögðumst vera björgunarsveit komin að bjarga honum. Brunuðum svo í bæinn. Ölli fékk að hitta líffæragjafann sinn og leist bara nokkuð vel á. Nú á bara eftir að finna nafn á hann, Anna reyndar kom með mjög góða uppástungu: Njalli...
Í gær var svo samæfing sjúkrahópa sem var haldin í Viðey og þurfti báta til þess að flytja fólk út í eynna. Veðrið var ekki sérlega slöngubátavænt og það pusaði helv. mikið yfir bátinn en það var ekkert smá gaman. Pushlífar eru ótrúlega sniðug uppfinning. Það endaði sem sagt með því að Ásgrímur S. flutti allt fólkið en við á slöngubátunum fengum nokkuð góða siglingaæfingu í staðinn. Við fórum sem sagt aftur með bátana í Gaujabúð. Svo fórum við Steini, Silla og Gaui út með Ásgrími því það átti að grilla í Viðey. Þegar við fórum út var bara verið að ná í liðið og grillið var búið (reyndar hluti af því lentur í sjónum af óskiljanlegum ástæðum og þurfti að kafa eftir) og við fengum ekkert að éta... ekkert smá svekkjandi.... Svo um kvöldið var hist á Nellys. Ég var auðvitað ótrúlega stillt að vanda og stóðst öll gylliboð um áfengi. Fór bara snemma (morguns) heim og er búin að vera ótrúlega dugleg að taka til og læra ótrúlega mikið (bráðum:)).
Allt gott að frétta af Hummer og Kjarval. Nýjasta nýtt hjá Hummer er að éta ættingja sína. Þ.e.a.s. rækjur sem er nýji uppáhaldsmaturinn hans. Kjarval er samt búinn að stækka mikið undanfarið, kannski af því að þeir eru að fá of mikið að borða... Annars var Gugga að segja mér af manni sem átti 4 humra en endaði á því að eiga bara einn þar sem hann drap hina. En það er víst ekki hægt að hafa fleiri saman. Humar og snigill er bara málið!!! Alveg frábærir pallar saman (pals)...
Nóg í bili......
|
Vá gott að vera komin með tölvu aftur. Steini stuðbolti tók að sér að flengja skrípið úr tölvunni, held samt að halinn sé reyndar ennþá eftir en ég kemst þó á netið án þess að vera hent út strax.
Síðasta vika var nokkuð skemmtileg.
Hún byrjaði á óvenjumörgum austurísveitferðum nánar tiltekið tveimur, hitti ástkæra ættingja sem leyfðu mér að komast í samband við tæknina þar sem tæknikerfið lá niðri hjá mér. Hitti möogpab sem voru nýkomin frá Noregi, alltaf gaman að sjá þau. Fór í nokkrar skemmtilegar heimsóknir enda kominn tími til, hef gert alltof lítið af því undanfarið.
Á miðvikudeginum fór ég svo ásamt Kristó á slöngubát á eftir Ásgrími S. Björnssyni stóra björgunarbátnum sem innihélt nýliðahópinn og við fórum að gera ýmsar æfingar með þeim myndir.
Á fimmtudeginum var arkað á Esjuna í blíðskaparveðri ásamt Steina, Ingu, Sylvíu og Dísu myndir
Á föstudeginum var brunað austur að Sólheimajökli ásamt Frey sen., Evu og Trygga jr. og farið var í létt ísklifur og æfingar. Sigum þar niður í jöklaniðurfall og klifruðum þar uppúr. Fórum svo enn neðar þar sem var risahellir með einskonar lóni í botninum. Þar voru mixuð myndavélasylla úr ísöxum til að hægt væri að taka hópmynd. Á leiðinni tilbaka hittum við ferðamann sem hafði álpast á jökulinn á gönguskóm einum saman. Hann var vita húmorslaus og fannst ekki fyndið þegar við sögðumst vera björgunarsveit komin að bjarga honum. Brunuðum svo í bæinn. Ölli fékk að hitta líffæragjafann sinn og leist bara nokkuð vel á. Nú á bara eftir að finna nafn á hann, Anna reyndar kom með mjög góða uppástungu: Njalli...
Í gær var svo samæfing sjúkrahópa sem var haldin í Viðey og þurfti báta til þess að flytja fólk út í eynna. Veðrið var ekki sérlega slöngubátavænt og það pusaði helv. mikið yfir bátinn en það var ekkert smá gaman. Pushlífar eru ótrúlega sniðug uppfinning. Það endaði sem sagt með því að Ásgrímur S. flutti allt fólkið en við á slöngubátunum fengum nokkuð góða siglingaæfingu í staðinn. Við fórum sem sagt aftur með bátana í Gaujabúð. Svo fórum við Steini, Silla og Gaui út með Ásgrími því það átti að grilla í Viðey. Þegar við fórum út var bara verið að ná í liðið og grillið var búið (reyndar hluti af því lentur í sjónum af óskiljanlegum ástæðum og þurfti að kafa eftir) og við fengum ekkert að éta... ekkert smá svekkjandi.... Svo um kvöldið var hist á Nellys. Ég var auðvitað ótrúlega stillt að vanda og stóðst öll gylliboð um áfengi. Fór bara snemma (morguns) heim og er búin að vera ótrúlega dugleg að taka til og læra ótrúlega mikið (bráðum:)).
Allt gott að frétta af Hummer og Kjarval. Nýjasta nýtt hjá Hummer er að éta ættingja sína. Þ.e.a.s. rækjur sem er nýji uppáhaldsmaturinn hans. Kjarval er samt búinn að stækka mikið undanfarið, kannski af því að þeir eru að fá of mikið að borða... Annars var Gugga að segja mér af manni sem átti 4 humra en endaði á því að eiga bara einn þar sem hann drap hina. En það er víst ekki hægt að hafa fleiri saman. Humar og snigill er bara málið!!! Alveg frábærir pallar saman (pals)...
Nóg í bili......
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Og nú verða sagðar fréttir...
Tölvan mín er andsetin og því hef ég ekki komist á netið undanfarið til þess að skrifa blogg. Heldigvis er einn góður maður búinn að lofa að líta á skrípið og redda þessu. Sit núna uppi í skóla og er hérna að sjálfsögðu til þess að læra. Hmmm og ýmislegt annað eins og að panta flugmiða, skrifa e-mail, prenta út bíómiðatilboð, lesa blogg hjá öðrum og allt þetta bráðnauðsynlega í lífinu. Er sem sagt búin að panta flugmiða til Swiss þann 25.júní og tilbaka 5.júlí... íha nú er loksins eitthvað farið að gerast skemmtilegt. Langar hrikalega til þess að reyna við Mont Blanc áður en ég fer í giftingaveislu hjá frænku minni 3.júlí. En á eftir að athuga þetta mál aðeins betur. Er samt hætt að drekka í bili (ekki eins og það hafi verið mikið áður en samt...)og að reyna að labba frekar á fell/fjöll en að mæta í ræktina. Fór á Helgafell og Ingólfsfjall um helgina. Ekki til frásagna færandi nema hvað við lentum á þingi á Helgafelli þeas hrafnaþingi en þar voru um 30 gljásvartir hrafnar í loftfimleikaæfingum sem var nokkuð flott. Hrafnar eru flottir fuglar, væri til í að eiga einn sem gæludýr en þeir geta víst verið hræðilega óþekkir...hihi. Á Ingólfsfjalli var rosalega gott GLUGGAveður með roki, enda kíkti ég reglulega út um gluggann á lambúshettunni minni til þess að dáðst að útsýninu...
Fór að sjá The passion of the Christ á laugardagskvöld, verð nú að viðurkenna eftir að hafa heyrt þónokkra tala um hana að þá bjóst ég við meira blóðbaði. Þetta var auðvitað meira blóðbað heldur en gamla páskamyndin sem sýnd var (og kannski er enn) á páskadag. Ágætis mynd en ég er nú svo sem ekkert svo rosalega trúuð á biblíuna að hún hafi haft mikil trúarleg áhrif. Ætla ekki að fara að játa á mig glæpi eins og dúddinn í Ameríkunni og dúddinn í Noreginum gerðu eftir að hafa séð myndina. Hlakka hins vegar meira til að sjá myndina Touching the void sem frumsýnd verður í vikunni.
Barn á dag kemur skapinu í lag, í gærmorgun fékk ég tilkynningu þess efnis að Lóa og Gulli Hvergerðingar hefðu eignast dreng og í dag að Sigrún og Ingi í björgó hefði eignast stúlku. Eru þetta miklar gleðifréttir að svona gott fólk skuli vera að fjölga mannkyninu :o)
Ölli er kannski búinn að fá líffæragjafa. Það er verið að bjóða mér til kaups annan eins kagga sem að vísu er aðeins farinn að láta á sjá. Við Ölli förum að kíkja á hann á föstudaginn til að athuga hvort líffærin séu í lagi. Aðallega hurðir og bremsubúnaður og slíkt sem stundum er sagt nauðsynlegt.
Over 'n out...
|
Tölvan mín er andsetin og því hef ég ekki komist á netið undanfarið til þess að skrifa blogg. Heldigvis er einn góður maður búinn að lofa að líta á skrípið og redda þessu. Sit núna uppi í skóla og er hérna að sjálfsögðu til þess að læra. Hmmm og ýmislegt annað eins og að panta flugmiða, skrifa e-mail, prenta út bíómiðatilboð, lesa blogg hjá öðrum og allt þetta bráðnauðsynlega í lífinu. Er sem sagt búin að panta flugmiða til Swiss þann 25.júní og tilbaka 5.júlí... íha nú er loksins eitthvað farið að gerast skemmtilegt. Langar hrikalega til þess að reyna við Mont Blanc áður en ég fer í giftingaveislu hjá frænku minni 3.júlí. En á eftir að athuga þetta mál aðeins betur. Er samt hætt að drekka í bili (ekki eins og það hafi verið mikið áður en samt...)og að reyna að labba frekar á fell/fjöll en að mæta í ræktina. Fór á Helgafell og Ingólfsfjall um helgina. Ekki til frásagna færandi nema hvað við lentum á þingi á Helgafelli þeas hrafnaþingi en þar voru um 30 gljásvartir hrafnar í loftfimleikaæfingum sem var nokkuð flott. Hrafnar eru flottir fuglar, væri til í að eiga einn sem gæludýr en þeir geta víst verið hræðilega óþekkir...hihi. Á Ingólfsfjalli var rosalega gott GLUGGAveður með roki, enda kíkti ég reglulega út um gluggann á lambúshettunni minni til þess að dáðst að útsýninu...
Fór að sjá The passion of the Christ á laugardagskvöld, verð nú að viðurkenna eftir að hafa heyrt þónokkra tala um hana að þá bjóst ég við meira blóðbaði. Þetta var auðvitað meira blóðbað heldur en gamla páskamyndin sem sýnd var (og kannski er enn) á páskadag. Ágætis mynd en ég er nú svo sem ekkert svo rosalega trúuð á biblíuna að hún hafi haft mikil trúarleg áhrif. Ætla ekki að fara að játa á mig glæpi eins og dúddinn í Ameríkunni og dúddinn í Noreginum gerðu eftir að hafa séð myndina. Hlakka hins vegar meira til að sjá myndina Touching the void sem frumsýnd verður í vikunni.
Barn á dag kemur skapinu í lag, í gærmorgun fékk ég tilkynningu þess efnis að Lóa og Gulli Hvergerðingar hefðu eignast dreng og í dag að Sigrún og Ingi í björgó hefði eignast stúlku. Eru þetta miklar gleðifréttir að svona gott fólk skuli vera að fjölga mannkyninu :o)
Ölli er kannski búinn að fá líffæragjafa. Það er verið að bjóða mér til kaups annan eins kagga sem að vísu er aðeins farinn að láta á sjá. Við Ölli förum að kíkja á hann á föstudaginn til að athuga hvort líffærin séu í lagi. Aðallega hurðir og bremsubúnaður og slíkt sem stundum er sagt nauðsynlegt.
Over 'n out...
föstudagur, apríl 16, 2004
Það er leiðinlegt bæði og ósanngjarnt að hafa Autocad próf í fyrsta tíma eftir páska þegar maður hefur farið alltof seint að sofa eftir að hafa drukkið of mikið af kaffi. En ef einhverjum leiðist þá er hægt að lesa um umhverfisskipulagið á Hvanneyri hérna: Lýsing námsbrauta
|
Of mikið kaffi á kvöldin er ekki gott fyrir svefninn...
Jæja, aldeilis fréttir sem ég held að allir séu reyndar búnir að heyra. Amk var ég á leiðinni á djammið á sun með Fríðu, Beggu og Sigrúnu og fékk að líta á netið hjá Sigrúnu. Sá þar ókennilegan reikning mjög sem hljóðaði upp á 32 þúsund. Ja hérna þá var þetta fyrir skólagjöldunum í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Já, það bergmálaði rétt í fjöllunum, ég fékk pláss á háskólabekk til þess að nema umhverfisskipulagsfræði. Þetta er sem sagt þriggja ára nám til BS gráðu og maður getur bætt við sig tveimur árum erlendis til MS í landslagsarkitektúr. Ég bjóst alls ekki við þessum fréttum þar sem umsóknarfrestur rennur út 10.júní en ég hringdi uppeftir og fékk þetta staðfest. Jibbí... Ég ætla að verða háskólanörd ekki bara vera í framhaldsskóla að eilífu... En annars er hönnunarnámið í Iðnskólanum mjög skemmtilegt og ég gæti alveg huxað mér að vera þar lengur. Sérstaklega þegar maður er löngu orðinn stúdent og getur dissað leiðinlegu áfangana eins og sögu og bara tekið þá skemmtilegu. Til dæmis eins og bókbandi þar sem maður málar, mælir, klippir, límir, bindur, brýtur og krumpar og út koma þessar stórskemmtilegu bækur. Það er tildæmis hægt að gera heila bók og það nokkuð ágæta bara með því að brjóta saman pappír, eins er hægt að nota grillpinna og ljósritunarblöð í flottar bækur. Af hverju lærir maður ekki svona í barnaskóla?
En að skemmtilegra tali. Á meðan ég beið eftir vinkonu minni sem var hjá lækni í dag og blaðaði í blaði í baði (ekki í baði en þetta hljómaði vel) þá rakst ég á merkilega grein um herramenn. Þar var fjallað um rannsókn sem gerð hafði verið í Bretlandi um herramennsku og karlrembu. Niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu það skýrt til kynna að gentlemen sem opna dyr fyrir konur og hjálpa þeim að bera innkaupapoka og svoleiðis eru oft mestu karlremburnar. Þeim finnst flestum innst inni að konur séu aumar og geti ekki gert neitt af sjálfsdáðum, þurfi virkilega hjálp frá karlmönnum til þess að halda lífi á þessarri plánetu, eigi að halda sig heima við húsverkin og eigi ekki að fá að stjórna einu eða neinu. Þetta er nú vonandi ekki raunin um alla gentlemen en athyglisverðar niðurstöður engu að síður.
Hugleiðing dagsins: Ætli það sé kominn tími til að fara að gera við bílinn sinn þegar: framhurðirnar opnast ekki að innan, opna verður glugga til þess að opna bílstjórahurð, ein afturhurð ekki að utan, glugginn bílstjóramegin lokast ekki alveg nema með hjálp, bensínlokið opnast bara með skrúfjárni, maður getur bara opnað bílstjórahurðina með lykli með vinstri hendi, bremsurnar ískra smá einstaka sinnum, ískrar í viftureiminni, skottið opnast bara stundum, það eru ekki belti í aftursætum??? Nei bara smá pæling af því af því að fólk er farið að gera meira af því að hlægja að Ölla mínum ekki bara með honum lengur..... Ölli stendur sig bara prýðilega get ég sagt ykkur....
|
Jæja, aldeilis fréttir sem ég held að allir séu reyndar búnir að heyra. Amk var ég á leiðinni á djammið á sun með Fríðu, Beggu og Sigrúnu og fékk að líta á netið hjá Sigrúnu. Sá þar ókennilegan reikning mjög sem hljóðaði upp á 32 þúsund. Ja hérna þá var þetta fyrir skólagjöldunum í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Já, það bergmálaði rétt í fjöllunum, ég fékk pláss á háskólabekk til þess að nema umhverfisskipulagsfræði. Þetta er sem sagt þriggja ára nám til BS gráðu og maður getur bætt við sig tveimur árum erlendis til MS í landslagsarkitektúr. Ég bjóst alls ekki við þessum fréttum þar sem umsóknarfrestur rennur út 10.júní en ég hringdi uppeftir og fékk þetta staðfest. Jibbí... Ég ætla að verða háskólanörd ekki bara vera í framhaldsskóla að eilífu... En annars er hönnunarnámið í Iðnskólanum mjög skemmtilegt og ég gæti alveg huxað mér að vera þar lengur. Sérstaklega þegar maður er löngu orðinn stúdent og getur dissað leiðinlegu áfangana eins og sögu og bara tekið þá skemmtilegu. Til dæmis eins og bókbandi þar sem maður málar, mælir, klippir, límir, bindur, brýtur og krumpar og út koma þessar stórskemmtilegu bækur. Það er tildæmis hægt að gera heila bók og það nokkuð ágæta bara með því að brjóta saman pappír, eins er hægt að nota grillpinna og ljósritunarblöð í flottar bækur. Af hverju lærir maður ekki svona í barnaskóla?
En að skemmtilegra tali. Á meðan ég beið eftir vinkonu minni sem var hjá lækni í dag og blaðaði í blaði í baði (ekki í baði en þetta hljómaði vel) þá rakst ég á merkilega grein um herramenn. Þar var fjallað um rannsókn sem gerð hafði verið í Bretlandi um herramennsku og karlrembu. Niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu það skýrt til kynna að gentlemen sem opna dyr fyrir konur og hjálpa þeim að bera innkaupapoka og svoleiðis eru oft mestu karlremburnar. Þeim finnst flestum innst inni að konur séu aumar og geti ekki gert neitt af sjálfsdáðum, þurfi virkilega hjálp frá karlmönnum til þess að halda lífi á þessarri plánetu, eigi að halda sig heima við húsverkin og eigi ekki að fá að stjórna einu eða neinu. Þetta er nú vonandi ekki raunin um alla gentlemen en athyglisverðar niðurstöður engu að síður.
Hugleiðing dagsins: Ætli það sé kominn tími til að fara að gera við bílinn sinn þegar: framhurðirnar opnast ekki að innan, opna verður glugga til þess að opna bílstjórahurð, ein afturhurð ekki að utan, glugginn bílstjóramegin lokast ekki alveg nema með hjálp, bensínlokið opnast bara með skrúfjárni, maður getur bara opnað bílstjórahurðina með lykli með vinstri hendi, bremsurnar ískra smá einstaka sinnum, ískrar í viftureiminni, skottið opnast bara stundum, það eru ekki belti í aftursætum??? Nei bara smá pæling af því af því að fólk er farið að gera meira af því að hlægja að Ölla mínum ekki bara með honum lengur..... Ölli stendur sig bara prýðilega get ég sagt ykkur....
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Pæjuferð á Hnjúkinn
Skírdagur rann upp eins og hunangsfluga að vori. Eftir að hafa náð í Villý pæju og skutlast út um víðan bæ til að ná í nokkra lífsnauðsynlega hluti fyrir ferðina var lagt af stað með peyjanum Sissa á hans hrikalega fjallatrukk. Örnólfur betur þekktur sem Ölli var nú soldið svekktur að fá ekki að fara með. Austur var haldið og komið seinni part dags á áfangastað. Við ákváðum að skreppa aðeins á klifurparadísina Hnappavelli af því að veðrið var með eindæmum gott. Reyndar voru klettarnir komnir í skugga þegar við loks komum þangað og smá rok en við létum það ekki á okkur fá. Sissi leiddi upp leið sem var ca.5.6 og svo rétt rassgataðist ég upp þarna líka en mikið djö. var kalt, Villý fór áleiðis upp líka en svo ákváðum við að drífa okkur á fyrirheitna staðinn Skaftafell áður en að bollurnar voru frystar af (balls freezed off). Frábært að byrja páskafríið og hita upp fyrir pæjuferðina með smá klöngri.
Í Skaftafelli voru fyrir nokkrir Hafnarfjarðarskátar, peyinn Freysi og einhverjir fleiri sem földu sig hér og þar. Herdís og Anna pæjur komu seinna um kvöldið og fleira sniðugt fólk. Eftir að hafa skellt upp tjaldinu og fundið til búnaðinn fyrir morgundaginn var farið að sofa. Vekjaraklukkurnar voru stilltar á ókristilega snemman tíma eða hálffimm-fimm.
Í morgunsárið var litið til fjalla og var útlitið ekki eins gott og í 66gráðurnorður auglýsingunum því þoka lá yfir hnúknum þótt ekki væri himininn neitt sérlega þungbúinn annars. En við vorum nú ekki komnar í Skaftafell til þess að liggja í leti í tjaldútilegu og keyrðum upp að Virkisjökli þar sem pæjuferðin hin fyrsta á hæsta fjall Íslands átti að hefjast. Þangað komu líka Hafnarfjarðarskátar með bretti á baki og hópur af maraþonhlaupurum sem voru í sömu erindagjörðum og við. Brottför 7:30, brottfarendur: Anna, Herdís, Villý og ég. Við komum að jöklinum og skellum á okkur mannbroddum og gengum upp Virkisjökul, fyrst yfir hvítan hreinan ósprunginn jökul og svo yfir sauruga aura sem gerðu sitt til þess að láta broddana líta vel notaða út. Þótt maður gangi yfir saurugar jökulurðir þá tekur maður ekki brodda af sér þar sem maður er enn á jökli og jöklar geta verið varasamir. Eftir að hafa farið yfir meiri hvítan ís kom að því að fara niður af þessarri jökultungu til að komast að jöklinum annars staðar. Svo var gengið yfir urð og grjót þar sem göngustafirnir voru afsveinaðir. Ég hafði alltaf haft fordóma gagnvart göngustöfum en eftir þessa ferð þá er ég komin á það að þeir nálgist það að vera vatn hins þyrsta í eyðimörkinni. Vá þvílíkur lúxus að vera með þessa brilliant uppfinningu. Skátarnir og maraþonhlaupararnir voru á undan okkur en við sáum þá aftur í Brekku dauðans sem leiðir upp að Kaffikletti (1200m hæð). Þegar við komum uppí brekkuna þá fórum við í öryggislínu sem við vorum í restina af ferðinni á jöklinum. Ferðin upp var laaaaangt labb. Veðrið var hrikalega gott, logn og blíða og fullt af þoku reyndar en þessi leið hefur góð kennileyti. Maður gengur meðfram Hvannadalshrygg og þegar maður er kominn að risastórum “kletti” sem heitir Dyrhamar þá er maður alveg að koma að hnjúkinum. Allir klettar og hamrar voru þaktir með grýlukertum sem var bæði stórfenglegt og fagurt á að líta og þegar þokunni létti fyrir neðan okkur sáum við fagurskorna jökulskál með öllum sínum sprungum og brestum. Öðru hvoru á leiðinni dundu við hrikalegar drunur falljökla sem mögnuðu upp orkuna í æðum okkar. MÖGNUÐ þessi náttúra okkar.
Þegar við komum að sjálfum hnúknum sáum við bretti og poka frá hinum og maraþonhlaupararnir voru að koma niður þegar við vorum að leggja af stað síðasta spölinn upp og svo mættum við skátunum þarna líka. Toppað var um hálfsex. Svo var haldið niður. Það var mun skemmtilegra en að fara upp. Mikil sólbráð gerði það að verkum að snjórinn var mjúkur og djúpur. Við næstum skíðuðum við niður göngustafi í hönd og harða skó á fótum. Maraþonhlaupararnir hlupu víst niður og hinir brettuðu eða skíðuðu. Maður fílaði sig sem jólasvein á leiðinni til byggða ÍHA með poka fullan af skemmtilegu dóti... Þegar við komum loks niður Brekku dauðans var farið að rökkva og komum á jökultunguna síðustu þegar var orðið dimmt. Svo skröngluðumst við yfir hana og komum niður á fasta flöt hálftólf um kvöldið. Ástæða þess hve seinar við vorum upp var aðallega sú að aðeins of mikið af drolli var með í farteskinu og myrkrið í lok ferðar tafði líka fyrir. 10 tímar upp og 6 tímar niður hmmmm ekki mikið til að vera stoltur af en án efa verður þessi tími bættur í nánustu framtíð. Að minnsta kosti var þetta hin prýðilegasta leið til þess að eyða föstudeginum laaaaaanga.
|
Skírdagur rann upp eins og hunangsfluga að vori. Eftir að hafa náð í Villý pæju og skutlast út um víðan bæ til að ná í nokkra lífsnauðsynlega hluti fyrir ferðina var lagt af stað með peyjanum Sissa á hans hrikalega fjallatrukk. Örnólfur betur þekktur sem Ölli var nú soldið svekktur að fá ekki að fara með. Austur var haldið og komið seinni part dags á áfangastað. Við ákváðum að skreppa aðeins á klifurparadísina Hnappavelli af því að veðrið var með eindæmum gott. Reyndar voru klettarnir komnir í skugga þegar við loks komum þangað og smá rok en við létum það ekki á okkur fá. Sissi leiddi upp leið sem var ca.5.6 og svo rétt rassgataðist ég upp þarna líka en mikið djö. var kalt, Villý fór áleiðis upp líka en svo ákváðum við að drífa okkur á fyrirheitna staðinn Skaftafell áður en að bollurnar voru frystar af (balls freezed off). Frábært að byrja páskafríið og hita upp fyrir pæjuferðina með smá klöngri.
Í Skaftafelli voru fyrir nokkrir Hafnarfjarðarskátar, peyinn Freysi og einhverjir fleiri sem földu sig hér og þar. Herdís og Anna pæjur komu seinna um kvöldið og fleira sniðugt fólk. Eftir að hafa skellt upp tjaldinu og fundið til búnaðinn fyrir morgundaginn var farið að sofa. Vekjaraklukkurnar voru stilltar á ókristilega snemman tíma eða hálffimm-fimm.
Í morgunsárið var litið til fjalla og var útlitið ekki eins gott og í 66gráðurnorður auglýsingunum því þoka lá yfir hnúknum þótt ekki væri himininn neitt sérlega þungbúinn annars. En við vorum nú ekki komnar í Skaftafell til þess að liggja í leti í tjaldútilegu og keyrðum upp að Virkisjökli þar sem pæjuferðin hin fyrsta á hæsta fjall Íslands átti að hefjast. Þangað komu líka Hafnarfjarðarskátar með bretti á baki og hópur af maraþonhlaupurum sem voru í sömu erindagjörðum og við. Brottför 7:30, brottfarendur: Anna, Herdís, Villý og ég. Við komum að jöklinum og skellum á okkur mannbroddum og gengum upp Virkisjökul, fyrst yfir hvítan hreinan ósprunginn jökul og svo yfir sauruga aura sem gerðu sitt til þess að láta broddana líta vel notaða út. Þótt maður gangi yfir saurugar jökulurðir þá tekur maður ekki brodda af sér þar sem maður er enn á jökli og jöklar geta verið varasamir. Eftir að hafa farið yfir meiri hvítan ís kom að því að fara niður af þessarri jökultungu til að komast að jöklinum annars staðar. Svo var gengið yfir urð og grjót þar sem göngustafirnir voru afsveinaðir. Ég hafði alltaf haft fordóma gagnvart göngustöfum en eftir þessa ferð þá er ég komin á það að þeir nálgist það að vera vatn hins þyrsta í eyðimörkinni. Vá þvílíkur lúxus að vera með þessa brilliant uppfinningu. Skátarnir og maraþonhlaupararnir voru á undan okkur en við sáum þá aftur í Brekku dauðans sem leiðir upp að Kaffikletti (1200m hæð). Þegar við komum uppí brekkuna þá fórum við í öryggislínu sem við vorum í restina af ferðinni á jöklinum. Ferðin upp var laaaaangt labb. Veðrið var hrikalega gott, logn og blíða og fullt af þoku reyndar en þessi leið hefur góð kennileyti. Maður gengur meðfram Hvannadalshrygg og þegar maður er kominn að risastórum “kletti” sem heitir Dyrhamar þá er maður alveg að koma að hnjúkinum. Allir klettar og hamrar voru þaktir með grýlukertum sem var bæði stórfenglegt og fagurt á að líta og þegar þokunni létti fyrir neðan okkur sáum við fagurskorna jökulskál með öllum sínum sprungum og brestum. Öðru hvoru á leiðinni dundu við hrikalegar drunur falljökla sem mögnuðu upp orkuna í æðum okkar. MÖGNUÐ þessi náttúra okkar.
Þegar við komum að sjálfum hnúknum sáum við bretti og poka frá hinum og maraþonhlaupararnir voru að koma niður þegar við vorum að leggja af stað síðasta spölinn upp og svo mættum við skátunum þarna líka. Toppað var um hálfsex. Svo var haldið niður. Það var mun skemmtilegra en að fara upp. Mikil sólbráð gerði það að verkum að snjórinn var mjúkur og djúpur. Við næstum skíðuðum við niður göngustafi í hönd og harða skó á fótum. Maraþonhlaupararnir hlupu víst niður og hinir brettuðu eða skíðuðu. Maður fílaði sig sem jólasvein á leiðinni til byggða ÍHA með poka fullan af skemmtilegu dóti... Þegar við komum loks niður Brekku dauðans var farið að rökkva og komum á jökultunguna síðustu þegar var orðið dimmt. Svo skröngluðumst við yfir hana og komum niður á fasta flöt hálftólf um kvöldið. Ástæða þess hve seinar við vorum upp var aðallega sú að aðeins of mikið af drolli var með í farteskinu og myrkrið í lok ferðar tafði líka fyrir. 10 tímar upp og 6 tímar niður hmmmm ekki mikið til að vera stoltur af en án efa verður þessi tími bættur í nánustu framtíð. Að minnsta kosti var þetta hin prýðilegasta leið til þess að eyða föstudeginum laaaaaanga.
fimmtudagur, apríl 08, 2004
Páskafrííííííííííí
Fór á fyrirlestur í gær sem var nokkuð athyglisverður um fíkniefni á vegum björgó. Lærði margt s.s. hvaðan kannabisfræ er hægt að fá (páfagaukafræi), hvernig á að rækta og framleiða. Hvernig amfetamínfíklar haga sér og síðast en ekki síst fróðleiksmolinn um það að ef maður pantar 1000 e-töflur frá Hollandi að þá getur maður fengið sitt eigið lógó á töflurnar í kaupbæti... Ég er einmitt að hanna lógó í skólanum...
Þessa vikuna er ég búin að vera á fullu í hvalaskoðun sem er búið að vera ágætt og bara helvíti mikið af hval. Alltaf gott að komast út á sjó. Það er náttúrulega búið að vera nokkuð um sjóveiki. Eins og einn portúgalskur fjölskyldufaðir sem varð svo veikur að hann lá alla ferðina uppi á dekki og bara veifaði hendinni til lífsmarks.
Á morgun er ég svo að fara austur í Skaftafell og hyggst ganga á landsins hæsta punkt á föstudag. Og ef ég skyldi ekki snúa tilbaka að þá var gaman að kynnast ykkur:) Nefnilega nýbúin að lesa: Á fjalli lífs og dauða og það er á ekkert að stóla í þessum hlutum....:o)
GLEÐILEGA PÁSKA!!!!
|
Fór á fyrirlestur í gær sem var nokkuð athyglisverður um fíkniefni á vegum björgó. Lærði margt s.s. hvaðan kannabisfræ er hægt að fá (páfagaukafræi), hvernig á að rækta og framleiða. Hvernig amfetamínfíklar haga sér og síðast en ekki síst fróðleiksmolinn um það að ef maður pantar 1000 e-töflur frá Hollandi að þá getur maður fengið sitt eigið lógó á töflurnar í kaupbæti... Ég er einmitt að hanna lógó í skólanum...
Þessa vikuna er ég búin að vera á fullu í hvalaskoðun sem er búið að vera ágætt og bara helvíti mikið af hval. Alltaf gott að komast út á sjó. Það er náttúrulega búið að vera nokkuð um sjóveiki. Eins og einn portúgalskur fjölskyldufaðir sem varð svo veikur að hann lá alla ferðina uppi á dekki og bara veifaði hendinni til lífsmarks.
Á morgun er ég svo að fara austur í Skaftafell og hyggst ganga á landsins hæsta punkt á föstudag. Og ef ég skyldi ekki snúa tilbaka að þá var gaman að kynnast ykkur:) Nefnilega nýbúin að lesa: Á fjalli lífs og dauða og það er á ekkert að stóla í þessum hlutum....:o)
GLEÐILEGA PÁSKA!!!!
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Rokk on
Páskafrí rokkar, árshátíð rokkar, hvalaskoðun rokkar, bræla sökkar, lærdómur sökkar, sól rokkar, marblettir sökka, fegurðarsamkeppni suðurlands rokkar, að sjálfsögðu verða allir að taka þátt í netkosningu á http://www.icelandichotels.is/fegurd_2004.asp og kjósa sætustu pæjuna Ruth Margréti rokkara með meiru fyrir keppnina sem verður á morgun miðvikudag!!!!
|
Páskafrí rokkar, árshátíð rokkar, hvalaskoðun rokkar, bræla sökkar, lærdómur sökkar, sól rokkar, marblettir sökka, fegurðarsamkeppni suðurlands rokkar, að sjálfsögðu verða allir að taka þátt í netkosningu á http://www.icelandichotels.is/fegurd_2004.asp og kjósa sætustu pæjuna Ruth Margréti rokkara með meiru fyrir keppnina sem verður á morgun miðvikudag!!!!
föstudagur, apríl 02, 2004
Halla þýðir frost á finnsku. Huva huomenta Suomi!
|
Loksinsloksinsloksins
Jæja þá eru nú aldeilis tíðindi.
Númer 1 þá er ég að fara á Pixies tónleikanananananananana. Ég hlakka svvvooooo til þar sem þetta eru einu tónleikarnir sem mig langar VIRKILEGA mikið á, er ekki mjög mikil tónleikamanneskja en Pixies... yeah baby...
Man reyndar eftir því þegar ég fór á fyrstu alvöru tónleikana mína. Það var á þeim tíma sem Blur var virkilega svöl hljómsveit og ekki orðnir svona hallærislegir tengdasynir og heimalningar íslenskra húsmæðra. Við fórum sem sagt íslensku skiptinemarnir í Portúgal á Blurtónleika í Lissabonn. Komum alltof seint á svæðið og héldum að við myndum ekki komast inn. En við vorum ekki búin að átta okkur á því hvar við vorum því Portugalir eru "seinasta" fólk ever og við vorum ein á svæðinu örugglega fyrsta klukkutímann. Einu sinni þurfti ég að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir portugalskri "frænku" minni sem ætlaði með mig á festival. Þegar hún loksins mætti afsakaði hún sig ekki einu sinni og aðalatriðin á festivalinu voru löngu búin... Lengi lifi afslappað fólk!!! Sem kann að vera fashionably late... (er það ekki kostur annars???)...
Já númer 2 þá var aðalfundur Ársæls í gær og ásamt 16 öðrum skrifaði ég undir eiðinn. Þannig að nú er ég orðin gildur limur (eins og maður segir á færeysku) í björgunarsveitinni.
Númer 3 þá gerðist sá einstaki atburður að á e-mailinu mínu í vikunni birtist e-mail sem ég var næstum því búin að henda þar sem ég þekkti ekki addressuna en fyrirsögnin var "there cant be many Hallas in Selfoss..." Þá var þetta bréf frá honum bandaríska Peter Schmith sem var einu sinni skiptinemi hjá okkur þegar ég var 7-8ára. Þá hafði hann fundið mig inni á AFS.com síðunni sem er svona síða til að leita uppi gamla AFS-sértrúarsafnaðar-vini. Hann er sem sagt að vinna sem stendur í Írak sem verkfræðingur við enduruppbyggingu og virðist gera mikið af því að hanga á netinu að skrifa e-mail.
Reyndar þá man ég ekki mikið eftir því þegar hann var hjá okkur en mamma fræddi mig um það að við hefðum verið að berjast um athyglina. Hann var algjört vöðvabúnt og lærði að prjóna lopapeysu og prjónaði nokkar. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?
Ég man nú samt bara aðallega eftir því þegar hann var að kvelja mig og pína. Sérstaklega þegar hann hélt hnífi að hálsinum á mér og tók upp skelfingarhljóðin og öskrin í mér á tape. Verð nú að viðurkenna að þetta var nú soldið frumlegt reyndar... Ég á samt eftir að segja honum að "I still remember what you did that summer..." ha neinei ég er ekkert langrækin...
Helgin framundan ... ÁRSHÁTÍÐ
|
Jæja þá eru nú aldeilis tíðindi.
Númer 1 þá er ég að fara á Pixies tónleikanananananananana. Ég hlakka svvvooooo til þar sem þetta eru einu tónleikarnir sem mig langar VIRKILEGA mikið á, er ekki mjög mikil tónleikamanneskja en Pixies... yeah baby...
Man reyndar eftir því þegar ég fór á fyrstu alvöru tónleikana mína. Það var á þeim tíma sem Blur var virkilega svöl hljómsveit og ekki orðnir svona hallærislegir tengdasynir og heimalningar íslenskra húsmæðra. Við fórum sem sagt íslensku skiptinemarnir í Portúgal á Blurtónleika í Lissabonn. Komum alltof seint á svæðið og héldum að við myndum ekki komast inn. En við vorum ekki búin að átta okkur á því hvar við vorum því Portugalir eru "seinasta" fólk ever og við vorum ein á svæðinu örugglega fyrsta klukkutímann. Einu sinni þurfti ég að bíða í rúmar fjórar klukkustundir eftir portugalskri "frænku" minni sem ætlaði með mig á festival. Þegar hún loksins mætti afsakaði hún sig ekki einu sinni og aðalatriðin á festivalinu voru löngu búin... Lengi lifi afslappað fólk!!! Sem kann að vera fashionably late... (er það ekki kostur annars???)...
Já númer 2 þá var aðalfundur Ársæls í gær og ásamt 16 öðrum skrifaði ég undir eiðinn. Þannig að nú er ég orðin gildur limur (eins og maður segir á færeysku) í björgunarsveitinni.
Númer 3 þá gerðist sá einstaki atburður að á e-mailinu mínu í vikunni birtist e-mail sem ég var næstum því búin að henda þar sem ég þekkti ekki addressuna en fyrirsögnin var "there cant be many Hallas in Selfoss..." Þá var þetta bréf frá honum bandaríska Peter Schmith sem var einu sinni skiptinemi hjá okkur þegar ég var 7-8ára. Þá hafði hann fundið mig inni á AFS.com síðunni sem er svona síða til að leita uppi gamla AFS-sértrúarsafnaðar-vini. Hann er sem sagt að vinna sem stendur í Írak sem verkfræðingur við enduruppbyggingu og virðist gera mikið af því að hanga á netinu að skrifa e-mail.
Reyndar þá man ég ekki mikið eftir því þegar hann var hjá okkur en mamma fræddi mig um það að við hefðum verið að berjast um athyglina. Hann var algjört vöðvabúnt og lærði að prjóna lopapeysu og prjónaði nokkar. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?
Ég man nú samt bara aðallega eftir því þegar hann var að kvelja mig og pína. Sérstaklega þegar hann hélt hnífi að hálsinum á mér og tók upp skelfingarhljóðin og öskrin í mér á tape. Verð nú að viðurkenna að þetta var nú soldið frumlegt reyndar... Ég á samt eftir að segja honum að "I still remember what you did that summer..." ha neinei ég er ekkert langrækin...
Helgin framundan ... ÁRSHÁTÍÐ